15. febrúar – lokadagur umsókna

15. febrúar er stór dagur en þá renna út frestir til að sækja um embætti í landstjórn, senda inn ábendingar um innlent góðgerðarverkefni og til að senda inn lagabreytingartillögur!

Landstjórn – Laus eru tvö embætti í landstjórn, varalandsforseti og vefstýra. Varalandsforseti er embætti til þriggja ára og vefstýra til tveggja ára. Hægt er að sækja um rafrænt hér

Elínarsjóður – Ábendingar um innlent góðgerðarverkefni sem hlýtur styrk úr góðgerðarsjóði Ladies Circle Ísland, Elínarsjóði.  Bæði er hægt að benda á félagasamtök sem og einstaklinga. Ákvörðun um val á styrkþega/um er tekin af stjórn sjóðsins og tilkynnt á landsfundi sbr. reglu 8 í reglum Elínarsjóðs.  Hægt er að senda inn ábendingu rafrænt hér

Lagabreytingatillögur – Skrifleg rökstudd tillaga að lagabreytingu sem er samþykkt af 2/3 klúbbfélaga þarf að sendast til landstjórnar fyrir 15. febrúar ár hvert sbr. reglu 6.b. Tillöguna skal senda á landsforseta á netfangið landsforsetilc@gmail.com

 

 

Comments are closed.