Ræða Evu Bjargar – landsforseta 2018-2019

Sælar mínar kæru, Það er komið að þessu

Vegna ykkar og þess trausts sem þið sýnduð mér fyrir ári síðan, er ég nú hingað komin til að taka við forsetaembætti Ladies Circle Ísland. Ég er búin að hafa eitt ár til að æfa mig, læra um starfið og skyldur mínar og úthugsa einmitt þetta augnablik. Augnablikið sem ég hef hlakkað til en jafnframt kviðið. Kviðið því hvort ég muni standa undir væntingum ykkar og nái að skila öllu því, sem þið hafið fært mér í gegnum árin, aftur til ykkar.

Þessi vetur hefur verið gífurlega lærdómsríkur, á svo margan hátt, og oft á köflum reynst mér erfiður. Áskoranir ýmiskonar ásamt efa um framhaldið hafa bankað uppá og ég hef þurft að minna sjálfa mig all oft á það að þegar á móti hefur blásið, og aðstæður verið erfiðar að staldra við og hugsa til liðinna LC ára, hugsa til alls þess góða sem samtökin hafa gefið mér, sem er svo miklu meira en ég mun nokkurn tímann geta komið orðum að. Því að þrátt fyrir erfiðan vetur hefur hann einmitt skilað til mín enn meiri lærdómi og þroska og trúi ég því að handan við hornið bíði enn bjartari tímar fullir af vináttu og kærleika. Því er auðvelt að trúa þegar ég renni augunum hér yfir salinn og sé allar þessar frábæru konur, ólíkar konur sem hver og ein leggur sitt af mörkum til samtakanna.

Síðasta sumar var ég svo heppin að fara á tónleika með Robbie Williams og var það einn af hápunktum ársins. Síðan þá hef ég hlustað aðeins of oft–ef það er hægt á ákveðið lag meðkappanum.

Þetta lag hefur minnt mig að mörgu leyti á hlutverk mitt sem uppalanda og fyrirmyndbarnanna minna og í raun líka á hlutverk mitt sem komandi forseta LCÍ. Lífið er fullt af tækifærum og áskorunum sem eiga svo sannarlega sinn þátt í því að móta okkur semeinstaklinga. Sem fyrirmyndir kennum við börnunum okkar að takast á við erfiðleika með það að leiðarljósi að við rísum upp sterkari en áður með nýja reynslu og lærdóm í farteskinu. Við höfum nefnilega alltaf val, val um það að horfa á erfiðleika sem hindrun eða einmitt semtækifæri til aukins þroska.

Okkur hérna óska ég einna helst þess að við finnum það að við erum heild og við stöndum saman. Stöldrum við og njótum alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða, berum virðingu fyrir margbreytileikanum, skoðunum og ákvörðunum annarra, verum heiðarlegar og sýnum náungakærleika í verki með þá vitneskju að bakgrunnur okkar og reynsla er misjöfn en umfram allt verum hvetjandi og trúumá okkur sjálfar og allt það sem við tökum okkur fyrir hendur. Robbie Williams náði meira að segja að orða þessa löngu klausu mína í einni setningu;
Find me others with hearts like yours.

Ósk mín hvort heldur er til handa börnunum mínum eða ykkur öllum hér að er að á ákveðnum tímapunkti í lífinu geti maður staldrað við og farið yfir farinn veg og sagt með sannfæringu eins og segir í laginu sem um ræðir

I love my life, I am powerful, I am beautiful, I am free, I am wonderful, i am magical, I am me.

Við erum nefnilega svo margs megnugar þó svo að við sjáum það ekki alltaf sjálfar. Við búum yfir krafti og í sameiningu getum við áorkað svo miklu.

Frá því að ég byrjaði í samtökunum hefur mér ætíð standa uppúr að það er sama hvar maður kemur þá finnur maður þessa tengingu. Tengingu sem ég tel vera komna til, vegna þess að allar stefnum við að því sama, að efla okkur sjálfar, bera virðingu fyrir hvor annari, skoðunum okkar og ákvörðunum.

Þær ykkar sem þekkið eitthvað til mín hafið hugsanlega komist að þvíað það eru ákveðnir hlutir sem ég elska meira umfram aðra. Að undanskildum Pitbull sem má að sjálfsögðu ekki gleyma, ber helst að nefna svart, silfur, glimmer og þá að sjálfsögðu nóg af því ásamt áðurnefndum Robbie Williams. Allir þessir þættir spila sinn þátt í bæði mottóinu mínu fyrir komandi vetur sem og vinnunni við Lógóið mitt.

Það er með stolti sem ég kynni fyrir ykkur mottóið mitt og lógó: Be Magical Be you

Vera okkar í Ladies circle hefur svo sannarlega verið töfrum líkast. Hér hef ég eignast dásamlegan vinskap við konur allsstaðar að úr heiminum, ég hef ferðast á ótrúlegustu staði, lært nýja hluti og látið gott af mér leiða til samfélagsins auk þess að stíga ansi oft út fyrir þægindarammann. Vegna þessa töfrandi áhrifa LC þótti mér viðeigandi að geta skartað pinna sem hefði að bera töfrasprota, – töfrasprota sem minnir mig á hvers megnug ég er og við allar og að á  meðan við trúum á okkur sjálfar, – erum við sjálfar, gerast stórkostlegir hlutir.

Ég vil þakka fráfarandi landstjórnarkonum samfylgdina í vetur. Ég á án efa eftir að sakna ykkar allra en hlakka til komandi samstarfs með nýrri landstjórn. Komandi starfsár leggst vel í mig og ég hlakka til. Ég efast ekki um að það verði fullt af gleði, væntumþykju og gagnkvæmri virðingu. Ég er einnig full tilhlökkunar fyrir ykkar hönd kæru formenn og hlakka til að starfa með ykkur undir merkjum vináttunnar.

Að því sögðu langar mig til að færa formönnunum mínum,fráfarandi landstjórnarmeðlimum sem og nýkosinni landstjórn smá gjöf. Gjöf sem hefur að geyma pinnan minn ásamt armbandi þar sem mottóið mitt hefur verið grafið í. Ég hef fulla trú á ykkur öllum, okkur öllum sem að samtökunum koma.

Be Magical en umfram allt Be you!

Takk fyrir mig

Eva Björg Skúladóttir
Landsforseti Ladies Circle á Íslandi 2018-2019

Comments are closed.