3 mínútur Kolbrúnar Hólm á fulltrúaráðsfundinum á Eskifirði 13. október 2018

Flughræðsla

Öll höfum við gama af því að ferðast, eða allavega flest okkar. En til að ferðast þurfum við sem búum á þessu skeri yfirleitt að taka flugið til að komast til útlanda, já eða bara í helgarferð til Reykjavíkur, því það nennir enginn að keyra í 16 tíma fyrir eina helgarferð. Það að fljúga er alls ekki sjálfsagður hluti fyrir alla. Ég hef alltaf haft gaman af því að fara í flugvél, alveg síðan ég var lítil stelpa og mamma var að vinna hjá flugfélaginu. Þá fengum við systur oft að skreppa í bæjinn og oftar en ekki fengum við að sitja inni í cocpitt, eins og það er nú kallað, eða flugstjórnaklefanum. Það var alveg lang mesta sportið, gleymiþví ekki þegar ég sá eldgosið í grímsvötum úr flugstjórnaklefanum, fyrst manna á íslandi. Ég hef alltaf verið heilluð af flugheiminum og hefur lengi langað að læra að fljúga sjálf. Og ætlaði alltaf að vera búin að taka minn fyrsta tíma fyrir 30 ára aldur. En það hefur aðeins dregist á langinn því miður. Þegar ég var í námi yrir sunnan tók ég oft flugið á milli, og fannst mér það voða lítið mál, marg oft farið í flugvél og ekkert stórkoslegt hafði gerst. Þó svo að ókyrrð hafi alltaf gefið méróþægindi í magann eins og flestum sem hafa upplifað það. Systir mín hefur verið flughrædd frá því að hún átti börnin sín, og segja margar mæður það að eftir að þau eiga börnin þá yrðu þær flughræddar. En það átti nú ekki við mig, á engin börn. En eitt kvöldið fer ég í flug til Egilsstaða, veðrið var gott, ég tjékka nefnilega alltaf á veðrinu áður en ég fer í flug, þar er einskonar áhugamál mitt. Flugið gekk vel og flugfreyjan fer með sína rullu, að spenna sætisólar því við værum að lenda eftir örskamma stund. Ég set heyrnatólin á mig og kveiki á músík, því mér fannst það róandi að hlusta á músik þegar það kom smá ókyrrð yfir lagarfljótinu. Ég sit og hofri útum gluggann og reyni að sjá hvar við erum, svo  allt í einu varð allt svart. Flugvélin pompar niður mjög harkalega og svo fer hún til hliðar, og svo upp aftur og niður aftur og lét öllum íllu látum, ég man ég hugsaði, Nei ég trúi þessu ekki að ég verði ein af þeim sem deyja í fyrsta flugslysi á íslandi síðan 1950 og eitthvað.  Mín fyrstu viðbrögð voru að öskra og grípa í sætið fyrir framan mig. Þetta tók ca 20 sekúndur og flugmennirnir rifu vélina aftur á loft og fulla ferð upp, síminn minn var horfinn eitthvað lengst aftur í vél og strákgreyjið sem sat fyrir framan mig, við hliðina á kærustunni sinni by the way, hélt fast í hendurnar á mér. Þarna fékk ég kvíðakast, og það versta var að við þurftum að fljúga aftur til Reykjavíkur, klukkutíma í viðbót inní þessari vél. Þegar við lendum svo í Reykjavík þá voru bara allir sendi heim eins og ekkert var. Ég ákvað að keyra heim daginn eftir í stað þess að fara aftur uppí vél, sem var ógeðslega leiðinlegt.

Sirka mánuði seinna fer ég aftur í flug og held ég sé búin að komast yfir þetta allt saman og sannfæri mig um að þetta verði ekkert mál, ég keyri í mig rauðvínsglasi og fer um borð. Mér leið strax ílla og ég edurupplifði atvikið sem átti sér stað áður. Ég reyndi þó aftur og aftur að fara í flug, og fékk þó nokkur kvíðaköst. Eitt sinn þá var ég á leið til kanarí með fjölskildunni og það var ókyrrð alveg frá því að við tókum á loft og nánast þar til við lentum. Á miðri leið fer andadrátturinn að aukast, og ég verð dofin um allan líkama, hendurnar kreppast saman, fætur líka og andlitið kreppist einnig saman, ég kom ekki upp orði. Þá kemur að mér maður sem segist vera flugmaður og róar mig niður og talar mig í gengum hvað sé að gerast, ókyrrðin sé eðlileg, sértsaklega á þessum árstíma, þetta séu bara háloftavindar sem væri raun og væru góðir því þeir haldi flugvélinni á lofti.  Á þessum tíma var ég reyndar búin að fá eina róandi frá systur minni og steinsofnaði eftir ræðuna frá flugmanninum.

Eftir þessar lífsreynslur og nokkrar fleiri í sambandi við flugið ákvað ég að fara á flughræðslunámskeið. Það var án efa það besta sem ég hef gert. Þar voru 20 manns allir að glíma við það sama og ég, en að mismunandi ástæðum. Þar er kennd tækni við að ná stjórn á hugsunum, öndun og mikil fræsla um hvernig flugvélar virka. T.d. að vængirnir á vélinni geta snert hvorn annan upp á við án þess að brotna. Svona . Svakalegt, ég varð allavega algerlega agndofa, ég flaug á öll námskeiðin sem hjálpaði mér að nota alla tækina sem kennd voru og náði fljótt tök á að halda niður kvíðanum og ofsahræðslunni sem oft fylgdi því að fljúga. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði ( ég er samt ekki að fá borgað fyrir að auglýsa það), heldur er ég að hvetja ykkur sem eigið við þetta vandamál að stríða að fara og leita ykkur hjálpar, því það frelsar ykkur algerlega að geta farið í frí með fjölskyldunni eða bara í verslunarferð með vinkonum. Með því að stjórna hugsunum okkar er allt hægt og þurfum ekki að láta neitt stoppa okkur í þvi sem okkur langar að gera.

Takk fyrir.

Comments are closed.