Kveðja frá landsforseta

Sælar LC systur

Þúsund þakkir fyrir frábæra helgi, ég er enn á bleiku skýji yfir hversu vel til tókst bæði sem hluti af landsstjórninni og LC3 sem skipulagði helgina að þessu sinni.  Næsta árshátíð verður einnig í Reykjavík í höndum LC4.

Fyrir ykkur sem ekki komust á aðalfundinn síðustu helgi þá komu þrjár norðankonur inní landsstjórn LC þær Hafdís varalandsforseti, Sólveig ritari og Steina gjaldkeri.  Kvaddar voru þrjár góðar konur úr landsstjórn sem hafa unnið vinnu sína vel og verið LC til sóma.

Hefðbundin fundarstörf fóru fram, 18 lagabreytingar voru lagðar fram á fundinum og voru 16 þeirra samþykktar en hafnað var breytingum um hækkun sekta fyrir skróp á landsfundi.

Góðgerðaverkefnið sem við styrktum í ár er alþjóðaverkefnið Children of the Dump kynningarmynd af verkefninu má sjá á fb síðu LC Ísl.  Búið er að velja verkefnin sem við styrkjum að ári en það eru tvær fjölskyldur sem munu njóta góðs af Elínarsjóðinum að ári.  Önnur fjölskyldan er með veikan fjölskyldufaðir og hin með veikt barn.  Auk fastra greiðsla per konu í Elínarsjóð, var þegar safnað á fundinum og árshátíðinni sektum sem fara beint í góðgerðasjóðinn, vel gert konur.

Mætingabikarinn fékk LC-6 Keflavík.

**  Kynningarfundur verður í Fjarðabyggð 21. maí ef þið vitið um konur sem hefðu áhuga á LC á þeim slóðum endilega sendið línu til Hildar Báru (frafarandilc@gmail.com) Nánari staðsetning verður auglýst síðar.

Næsti fulltrúaráðsfundur verður haldinn 18. október á Akureyri, RT menn munu hafa fundinn sinn á sama stað og tíma þannig að búast má við fjölmennu partýi að fundi loknum.  Allar konur eru velkomnar á fundinn en tvær frá hverjum klúbbi með mætingarskyldu.

Fráfarandi landsforseti og vefstjóri fara sem fulltrúar okkar til Vilniusar í lok ágúst á AGM en einnig fer þangað um 20 manna hópur með mökum, opið er fyrri skráningu til 16. júní. Hópurinn er með facebook síðu vilnius farar 2014.

Ef þið viljið panta peysur þá fer pöntun frá gjaldkera í næstu viku, látið Steinu vita.

 

Landsstjórn 14/15:

Landsforseti: Ester Hjartardóttir  LC-3 landsforsetilc@gmail.com,

Varalandsforseti: Hafdís Inga Haraldsdóttir LC-1 varalandsforsetilc@gmail.com,

Ritari: Steinunn L.Ragnarsdóttir (steina) LC-7  lcritari@gmail.com,

Gjaldkeri: Sólveig Hulda Valgeirsdóttir LC-1 gjaldkerilc@gmail.com,

Vefstjóri: Lilja Guðrún Jóhannsdóttir LC – 8 vefstjorilc@gmail.com

Fráfarandi Landsforseti: Hildur Bára Hjartardóttir LC – 6 frafarandilc@gmail.com

 

Eigið yndislegt sumar og gott starfsár framundan

Fylgdu hjarta þínu

Ester, landsforseti Ladies Circle á Íslandi 14 /15.

Comments are closed.