Landsfundarhelgi 1.-3. maí

Sælar allar LC systur
Þá er frábærri landsfundarhelgi lokið. Fulltrúaráðsfundurinn á föstudeginum tókst í alla staði vel og umfjöllun um hinar ýmsu lagabreytingar og tillögur oft á tíðum líflegar.

Víkingapartý sem fylgdi í kjölfarið var virkilega skemmtilegt og gaman að sjá metnað okkar LC kvenna í búningum og fyrirhöfn.

11178297_10202624925703126_6027775974021495721_n11013158_10202624895902381_6798899005563928202_n988529_10202624897182413_4387627446516927568_n11205085_10202624895502371_8247266451479007820_n


 

Landsfundur hófst að venju kl. 10 á laugardagsmorgni og sátu rúmlega 70 konur fundinn. Fundurinn var skemmtilegur og málefnalegur. Ester Hjartardóttir, LC3, landsforseti setti fundinn og tilnefndi Ragnheiði Lilju Bjarnadóttur, LC1, sem fundarstjóra og Elínu Evu Lúðvíksdóttur, LC2, sem fundarritara.
Landsstjórn fór yfir veturinn í máli og myndum. Rekstrareikningar og fjárhagur voru samþykktir og starf- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs kynnt.

11150740_10202631690592244_3145819713162838214_n 11205498_10202631701632520_9184815621077007825_n 10421995_10202631701232510_8090786740362077417_n 988535_10202631699992479_4075878069041844431_n

Á fundinum voru 7 lagabreytingar voru lagðar til og allar samþykktar m.a. sú breyting að hækka sektir til klúbba sem ekki senda fulltrúa á fulltrúaráðsfund eða landsfund úr 10.000 kr í 15.000 kr. á hvern fulltrúa.
Innlend og erlend góðerðarverkefni voru kynnt auk stöðu Elínarsjóðs. Á fundinum var kosið um okkar tillögu að alþjóðlegu góðgerðarverkefni samtakanna næstu tvö árin en það voru 4 verkefni sem hægt var að kjósa um. Okkar atkvæði mun fara til góðgerðarverkefnis LC Finnland “Women to Women”. Verkefnið snýr að því að styrkja konur í Sierra Leone til menntunar og að koma þeim út á vinnumarkaðinn.
Að venju héldu formenn klúbba stutta tölu um starfsemina á liðnum vetri og greinilegt að klúbbarnir eru hugmyndaríkir þegar að kemur að fundum.
Mikil gróska er í samtökunum og mættu þrír klúbbar í myndun á fundinn. LC13 í Grindavík, LC14 í Fjarðarbyggð og LC15 á Akureyri. Grindavíkurkonur voru “charteraðar” inn í samtökin á fundinum og eru nú fullgildir meðlimir í Ladies Circle. Akureyrarklúbburinn, LC15, fjölmennti og mættu þær 13 talsins á sinn fyrsta landsfund og hrepptu í kjölfarið hinn eftirsótta mætingabikar. Flottar konur í öllum þessum nýju klúbbum sem gaman verður að fylgja eftir inn í nýja starfsárið.

10458629_10202631727433165_5590313570713425030_n 11200622_10202631770194234_2005255128454352868_n

Þrjár konur voru í framboði til embætta í landsstjórn, Hildur Ýr Kristinsdóttir, LC7, til embættis varalandsforseta, Hildur Halldórsdóttir, LC7, og Unnur María Sólmundardóttir, LC2, til embættis vefstjóra. Hildur Ýr hlaut kosningu í embætti varalandsforseta með lófaklappi og Hildur Halldórsdóttir var kosin af fulltrúum klúbbana til embættis vefstjóra.

11011290_10202629144288588_7905895123533928205_n

 

Stjórn Ladies Circle Ísland 2015-2016
Hafdís Inga Haraldsdóttir, LC1, landsforseti (landsforsetilc@gmail.com)
Hildur Ýr Kristinsdóttir, LC7, varalandsforseti (varalandsforsetilc@gmail.com)
Steinunn Línbjörg Ragnarsdóttir, LC7, gjaldkeri (gjaldkerilc@gmail.com)
Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, LC1, ritari (lcritari@gmail.com)
Hildur Halldórsdóttir, LC7, vefstjóri (vefstjorilc@gmail.com)
Ester Hjartardóttir, LC3, fráfarandi landsforseti (frafarandilc@gmail.com)

Comments are closed.