Alheimsþing 2015

Íslenskar LC konur mega vera stoltar! Um síðustu heldi var alheimsþing samtakanna haldið á Akureyri. Rúmlega 500 konur frá um 30 þjóðlöndum tóku þátt og þar af um 100 íslenskar konur.

lci 2015

Þingið stóð yfir í þrjá daga og samanstóð af fundum og skemmtun í bland. Það er óhætt að segja að skrúðgangan eftir setninguna hafi verið litrík og vakið athygli bæjarbúa. Þá má einnig nefna frábært welcome partý, enn betri heimapartý og stórglæsilegt galakvöld. Bærinn iðaði að lífi og má  með sanni segja að allt hafi tekist vel.

Á þinginu sem er um leið aðalfundur samtakanna er m.a. farið yfir líðandi starfsár, kosið um lagabreytingar, fjárlög samþykkt, ný aðildarlönd tekin inn, kynning og kosning á góðgerðaverkefnum auk stjórnaskipta hjá alheimsstjórn og margt fleira fróðlegt.


 

 

Síðastliðin tvö ár hafa LC samtökin styrkt góðgerðarverkefnið “Children of the dump” og söfnuðustu tæplega 22 milljónir til verkefnisins á starfsárinu.  Á þinginu var kosið um góðgerðarverkefni næstu tveggja ára og kom það í hlut LC Danmerkur með verkefnið “Little big help”.

Hér má sjá kynningu á verkefninu:

Little Big Help

 


Tvö lönd, Bandaríkin og Kenýa fengu hluta aðild að samtökunum sem þýðir að þau mega vinna eftir LC reglum og lögum og taka þátt í fundum en hafa þó ekki kosningarétt. Ef vel gengur verða þau tekin inn sem fullgild lönd á næstu þremur árum. Botswana fékk fulla aðild að samtökunum á þinginu.


 

Næsta alheimsþing verður haldið í Höfðaborg (Cape Town) í Suður-Afríku í lok ágúst 2016. Árið eftir verður Sönderborg í Danmörku vonandi undirlögð af íslenskum konum og svo hreppti Haugasund í Noregi þingið 2018.

MTM fundirnir (miðsvetrarfundir) verða haldnir í janúar og febrúar 2016. Í janúar verður fundurinn fyrir mið og norður Evrópu löndin haldinn í Leuven í Belgíu, 29.-31. janúar. Nú þegar eru 12-13 íslenskar konur búnar að bóka flug og komin skemmtileg stemmning. MTM fundurinn fyrir afríku og suður-evrópu löndin verður haldinn á Mauritiíus 4.-7. febrúar.

Fundirnir 2017 verða fjórir og haldnir í Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu og Zimbabwe.


 

Síðast en ekki síst voru stjórnarskitpi í alheimsstórn. Mariame Hichaux hætti sem gjaldkeri eftir tvö ár og Heidi Sætre Haarklo Johansen hafði sagt starfi sínu lausu sem vefstýra í mars. Það voru því þrjú embætti laus, gjaldkeri, vefstýra og vara alheimsforseti.

2

Tvær konur voru í framboði til vara alheimsforseta; Gry Haugen frá Danmörku og Anne Ahlefelt frá Finnlandi. Ein kona var í framboði til gjaldkera; Sirli Rooma frá Eistlandi og ein kona í framboði til vefstýru; Hildur Halldórsdóttir frá Íslandi.

Nýja alheimsstjórn skipa:

Alheimsforseti – Ruth Hungwe, Botswana

Vara alheimsforseti – Gry Haugen, Danmörk

Gjaldkeri – Sirli Room, Eistland

Ritari – Ruth Curry, Bretland

Vefstýra – Hildur Halldórsdóttir, Ísland

IPP – Chantess Wiggill, Suður-Afríka

11898539_10153683128384406_3401181980397897190_n

 

 

Comments are closed.