AGM 2018 í Haugesund!

Í dag eru nákvæmlega fjórar vikur í International AGM fundinn okkar sem haldinn verður í Haugesund í Noregi, nánar tiltekið föstudaginn 31. ágúst. Alþjóðaráðstefnan ár hvert markar endi líðandi tímabils, en er í leiðinni upphaf nýs tímabils. Fulltrúar okkar á fundinum nú í ár eru Salóme Ýr, fráfarandi landsforseti sem situr fundinn sem landsforseti og Eva Björg, landsforseti sem situr fundinn sem varalandsforseti. Guðbjörg nýkjörinn varalandsforseti Íslands mun sitja ICM fundinn á laugardeginum ásamt Evu Björgu en það er fundur nýrrar stjórnar sem og nýkjörinna fulltrúa.

 

Á aðalfundinum sem haldinn er á föstudeginum (31.08) verður meðal annars ný alheimsstjórn kosin en þrjár konur bjóða sig nú fram í stjórn. Marieke Van Gent frá Hollandi bíður sig fram í embætti ritara og Alexandra Bennett frá Bretlandi bíður sig fram í embætti varaalheimsforseta sem og Hildur okkar Halldórsdóttir. Hildur tók það stóra skref í fyrra að bjóða sig fram í embætti varaalheimsforseta en þurfti því miður að lúta í lægra haldi fyrir Kenza frá Morocco. Það grefst gífurlegs hugrekkis að bjóða sig fram aftur og erum við allar afar stoltar af henni að taka þetta stóra skref öðru sinni. Gaman er að segja frá því að alls munu 10 íslenskar konur fylgja Hildi út og hvetja hana áfram og óskum við henni góðs gengis í Haugesund.

Hildur Halldórs býður sig fram í embætti varaalheimsforseta á AGM í Haugesund

Comments are closed.