Helgina 13-15 okt var 21. AGM Agora Club international, haldið á Möltu. Frá Íslandi fóru 14 konur og þar af fóru 4 landstjórnarkonur af 5.
María Erla Hilmarsdóttir bauð sig fram til ritara alheimsstjórnar og hlaut kosningu sem er mikill heiður fyrir allar íslensku konurnar í Agora sem og okkur allar í Ladies Circle. María Erla er því í alheimsstjórn Agora og er það stór áfangi sérstaklega þar sem Agora á Íslandi er svo nýtt. Nú þegar eru komnir 5 klúbbar á Íslandi sem eru fleiri en í mörgum öðrum löndum.
Fulltrúaráðsfundur Agora á Íslandi verður haldinn 4. nóv næstkomandi í Reykjanesbæ og alþjóðadagur Agora er 14. nóvember. Þannig að núna er mikið og gott starf framundan auk þess sem klúbbarnir funda 1x í mánuði hver.
Fyrir hönd Ladies Circle Íslands óska ég Maríu Erlu innilega til hamingu með embætti hennar í alheimsstjórn Agora
Salóme Ýr Rúnarsdóttir
Landsforseti LCÍ ´17/18