ALL4NEPAL

Á ný afstaðinni landsfundar helgi Ladies Circle og Round Table var sett af stað söfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Nepal. Alheimssforseti Round Table var á staðnum og kynnti hann góðerðarverkefnið ALL4NEPAL og er óhætt að segja að viðtökurnar hafið verið vægast sagt frábærar og safnaðist töluverð upphæð sem fer beint í hjálparstarf sem Ladies Circle Nepal og Round Table Nepal eru að vinna að.

NEPAL

 

Nú þegar er búið að greiða inn á verkefnið fyrri greiðsluna af tveimur, 3500 Evrur sem samsvara um 520.000 krónum! Seinni greiðslan mun greiðast inn á verkefnið þegar að gjaldkerar LC og RT hafa fengið til sín síðustu greiðslur vegna uppboðs.

Með því að greiða inn á verkefnið ALL4NEPAL fara peningarnir beint til LC og RT í Nepal og við getum því verið viss um að hver króna fer á réttan stað.

Virkilega flott framtak og “Side by Side” vinna hjá þessum flottu samtökum.

11246020_10155461786770109_4745845622545963951_n 11150437_10155461787015109_1899982665282284555_n

Comments are closed.