Alþjóðadagur Ladies Circle 2019

Alþjóðadagur Ladies Circle 2019 var þann 11. febrúar síðastliðinn og notuðu okkar konur tækifærið í að hittast, hafa gaman og njóta lífsins.

Hittust hópar á þrem stöðum á landinu; LC konur á austurlandi hittust  á Eskifirði þar sem þær gæddu sér tælensku hlaðborði og sátu svo einstaklega fróðlegan og hvetjandi fyrirlestur hjá markþjálfanum Sigrúnu Birnu þar sem hún fór yfir markmiðasetningu. Hér má sjá nokkrar myndir að austan:

 

Systur okkar á norðurlandinu ákváðu að hittast á Húsavík þar sem þær skelltu sér í sjóböðin og fengu sér svo að borða saman þar sem tækifærið var notað til að vígja nýja konu inn í samtökin. Það er ekki hægt að segja annað en að fundurinn hljóti að hafa verið áhugaverður þar sem meira að segja fjármálaráðherra okkar Íslendinga, hann Bjarni Ben ákvað að athuga hvaða föngulegi hópur var þarna á ferð 🙂

LC konurnar á suðurlandi létu sitt svo sannarlega ekki eftir liggja þennan dag og fjölmenntu þær á Kænuna í Hafnarfirði. Þar borðuðu þær saman og sátu svo áhugaverðan fyrirlestur hjá Pálmari Ragnarssyni.

 

Comments are closed.