Alþjóðadagur LC

Á alþjóðadaginn, 11. febrúar, hittust norðanklúbbarnir á Akureyri og funduðu saman. Systur okkar á Sauðárkróki voru reyndar fjarri góðu gamni en þær urðu, vegna veðurs að halda sig heima. Auk LC1 á Akureyri, LC5 á Húsavík og LC7 á Akureyri fengum við nýja Akureyrarklúbbinn, LC15 líka með og sömuleiðis nokkrar aðalskonur.

Bogfimi 11.feb.Ak2  Fundurinn hófst með bogfimi og var mikil stemming að spreyta sig með bogann, flestar voru að reyna sig í fyrsta sinn. Fundurinn sjálfur var haldinn á Bryggjunni, þar sem við borðuðum saman og sinntum hefðbundnum fundarstörfum. Fundurinn snerist mikið um komandi alheimsráðstefnu, bæði var farið stuttlega yfir hvernig undirbúningurinn gengi og fjallað um heimagistingar, en einnig var hluti kynningarhringsins að segja frá því hvort ætlunin væri að fara á AGM. Það er óhætt að segja að áhuginn er mikill og margir klúbbanna fyrir norðan búnir að ákveða að greiða niður þátttökukostnað til að hvetja og auðvelda sínum konum að taka þátt. Þetta var ánægjuleg samverustund enda alltaf jákvætt að styrkja tengslin á milli klúbba.

Bogfimi 11.feb.Ak Bogfimi 11.feb.Ak1

 

Á suðurlandi…

…sameinuðust klúbbkonur í Hljómahöllina í Reykjanesbæ til að skoða Rokksafnið. Er gaman að segja frá því að um 10 konur mættu frá Grindarvíkurklúbbi sem er ekki enn vígður inn.

altjodadagurLC-sudurland

Framkvæmdastjóri safnsins, Tómas Young, sýndi okkur hvað höllin hefur upp á að bjóða, hvaða munir eru í vörslu safnsins og sagði spenntur frá samvinnu þeirra við Pál Óskar. Hefur Páll Óskar geymt alla búninga sína frá því hann var í Rocky Horror svo skemmtilegt svæði á safninu opnar 14.mars.

altjodadagurLC-sudurland3

Möguleiki er einnig á að prufa þar nokkur hljóðfæri ásamt hljóðblöndun sem margar konur spreyttu sig á. Eftir fyrirlesturinn var svo boðið upp á léttar veitingar og gátu konur einnig keypt sér drykk með. Skemmtilegt kvöld í alla staði.

altjodadagurLC-sudurland4altjodadagurLC-sudurland1

 

Alþjóðadagur LC Egilsstöðum   

Í ár héldum við uppá Alþjóðadaginn sameiginlegan með LC í Fjarðabyggð og hittumst í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þar fengum við til okkar gest, Guðný Önnu, sem er lærð smörebröds jómfrú.

smurbraud - Egilst.2

Hún hélt fyrir okkur námskeið í smörebrödsgerð sem var mjög skemmtilegt. Jafnframt sagði hún okkur frá náminu og frá sjálfri sér. Í lokin kynnti hún fyrir okkur smá föndur m.a. dúkkugerð og föndurseríur.

smurbraud - Egilst.1

Eftir námskeiðið héldum við hefðbundinn fund og spjall. Þrjár mínútur voru “Ef ég gæti ekki búið á Íslandi hvar myndi ég vilja búa og hvers vegna?”

Allir hvattir til að mæta á árshátíðina í maí og jafnframt AGM í ágúst.

Það er yndislegt að vera hluti af LC og hlakka til að hitta skemmtilegar LC systur í hverjum mánuði.

smurbraud - Egilst.3

Comments are closed.