Be magical – Be you!

Á landsfundi Ladies Circle sem fram fór á Akureyri helgina 4-6 maí 2018 tók ný landsstjórn við störfum og mun sitja við stjórnvölinn starfsárið 2018-2019. Eva Björg Skúladóttir LC-7 tók við stöðu landsforseta, Guðbjörg Björnsdóttir LC-6 var kosin varalandsforseti, Lilja Björg Guðmundsdóttir LC-3 var kosin gjaldkeri, Eygló Hulda Valdimarsdóttir LC-6 var kosin ritari og Hrafnhildur Viðarsdóttir LC-12 var kosin vefstýra. Áfram situr svo Salome Ýr Rúnarsdóttir LC-11 í stjórn sem fráfarandi forseti.

Á landsfundi kynnti Eva Björg markmið sín og stefnu fyrir starfsárið 2018-19 og frumsýndi fallega logoið sitt.

Hér má sjá nýja landsstjórn Ladies Circle rétt eftir að stjórnarskipti áttu sér stað:

Comments are closed.