Breytingar á landstjórn LCÍ

Sigurborg Ö. Möller vefstýra LCÍ hefur sagt sig úr landstjórn.

Sigurborg hafði samband við landstjórn nú nýverið, þess efnis að hún treysti sér ekki til að sinna embættinu áfram. Vefstýruembættið getur verið krefjandi og er einnig mikill tími sem vill fara í það og því miður sá Sigurborg ekki framá að geta sinnt því sem skildi.

Ekki er langt síðan landstjórn stóð frammi fyrir sama verkefni þegar embætti ritara varð laust vegna flutninga þáverandi ritara erlendis. Þá var tekin sú ákvörðun, þar sem ekkert fyrirfinnst um þetta í lögum LCÍ, að horfa til laga alheimsstjórnar, sem tiltaka að horft sé til fyrrverandi embættiskvenna. Því leituðum við til Hildar Halldórsdóttur síðustu vefstýru samtakanna og hefur hún samþykkt að taka þetta embætti að sér fram að landsfundi næsta vor.

Landstjórn þakkar Sigurborgu kærlega fyrir samstarfið þó stutt hafi verið og þakkar Hildi fyrir að stíga inn og aðstoða það sem eftir er starfsársins.

Comments are closed.