Elínarsjóður – fréttabréf haust 2018

Elínarsjóður er styrktarsjóður sem  nefndur er í höfuðið á stofnfélaga LC á Íslandi, Elínu Hallgrímsdóttur.

Klúbbar greiða í Elínarsjóð á ári hverju því sem nemur 700 kr á hverja klúbbkonu. Þessir fjármunir eru síðan nýttir til að styrkja góðgerðamál. Annað hvert ár styrkjum við erlenda góðgerðaverkefnið sem að þessu sinni er Happy Hearts og styrktu samtökin þau þetta árið um 1000 evrur.

Á þessu starfsári mun sjóðurinn greiða út pening í innlent góðgerðaverkefni. Sá hátturinn hefur verið að klúbbar senda inn tillögur að verkefni/styrktaraðila og velur fráfarandi landsforseti ásamt tveimur sjálfboðaliðum styrktarverkefnið. Að þessu sinni eru það þær Ragna Stína í LC 9 og Inga Sigga í LC 3 sem annast val á innsendum tillögum ásamt Salome Ýr.

Klúbbar eru beðnir um að senda tillögur sínar beint á Salome Ýr á frafarandilc@gmail.com fyrir lok febrúar.