Fjáröflun fyrir Elínarsjóð – skotthúfa

Sælar kæru LC systur.

Þegar við vorum í Vilnius s.l. ágúst á alheimsþingi LCInt. sýndu aðrar konur mikinn áhuga á að skipta á húfum við okkur íslensku konurnar en við bárum allar íslenskar skotthúfur. Einhverjar skiptu og einhverjar lofuðu að við myndum selja svona húfur á alheimsþinginu okkar í ágúst.

Steinunn í LC7 og gjaldkeri landsstjórnar og ráðstefnunnar er búin að prjóna nokkrar húfur og langar nú að biðla til ykkar sem viljið og getið að vera með og prjóna eina til tvær húfur sem þið gefið svo. Allur ágóði fer beint í Elínarsjóðinn okkar.

Uppskriftin er fyrir léttlopa en einnig er hægt að nota kambgarn. Um að gera að nota afgangsliti sem þið eigið, ekkert að því að úr verði alls konar og mismunandi tegundir af húfunni sem slíkri, eina óskin er að við notum íslenskan lopa í húfurnar sjálfar.

Hér er linkur á uppskriftina sem við notum:

Skotthúfa

Comments are closed.