Framboð til gjaldkera 2018 – Lilja Björg Guðmundsdóttir

Ég heiti Lilja Björg Guðmundsdóttir. Ég er viðskiptafræðingur og hef lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja. Ég starfa sem fjármálastjóri en áður starfaði ég sem aðalbókari. Ég er nákvæm, skipulögð og eitt mikilvægasta mottó-ið í mínu starfi er „Rétt skal vera rétt“.

Ég var tekin inn í Ladies Circle 3 í byrjun árs 2010. Þá um vorið var ég beðin um að taka að mér gjaldkeraembættið í klúbbnum. Eftir mín tvö ár sem gjaldkeri tók önnur félagskona við sem gat ekki sinnt embættinu og því tók ég þriðja árið líka. Ég var því gjaldkeri á árunum 2010-2013. Auk gjaldkeraembættisins var ég í stjórn sem varaformaður, formaður og fráfarandi formaður á árunum 2014-2017. Ég hef því verið í stjórn í sex ár í mínum klúbbi, af þeim átta árum sem ég hef verið í Ladies Circle.

Mitt áhugasvið eru fjármál fyrirtækja og ég hef þekkingu og reynslu til að sinna þessu embætti. En áhugamál mín eru útivist og líkamssrækt; þá helst skíði, sund, golf, stangveiði og fjallgöngur. Samvera góðra vina og fjölskyldu í útilegum og sumarbústaðaferðum er líka í uppáhaldi.

Ég er gift Vigni Steinþóri Halldórssyni, byggingaverktaka og tilvonandi landsforseta Round Table á Íslandi, og við eigum þrjú börn.

Comments are closed.