Framboð til ritara 2018 – Eygló Hulda Valdimarsdóttir

Kæru systur.

Ég heiti Eygló Hulda Valdimarsdóttir og er 42 ára og er í LC6. Ég bý í Reykjanesbæ og á tvö börn Jósef Dag 10 ára, Emelíu Rós 6 ára og köttinn Bríeti. Ég er Bókasafns- og upplýsingafræðingur að mennt og starfa sem Gæða- og skjalastjóri hjá  HS Veitum.

Ég eyði mestum tíma að vera með börnunum mínum og verð að segja að það er mitt aðal áhugamál. Einnig hef ég gaman af að ferðast, lesa góðar bækur, kvikmyndum og tónlist. Ég er í fræðslunefnd Félags um skjalastjórn.

Í tengslum við við vinnuna mína hef ég reynslu af ritstjórn ársskýrslu fyrirtækisins, ritun fundargerða, undirbúningi aðalfunda, utanumhald utan um ýmsa fundi og viðburði og fleira þess háttar sem ég tel að komi að góðum notum í starfi ritara.

Ég byrjaði í LC árið 2016 og hef verið virk síðan. LC hefur gefið mér tækifæri til að kynnst yndislegum konum og stíga út fyrir þægindarammann.

Bestu kveðjur

Eygló

Comments are closed.