Framboð til varalandsforseta 2018 – Guðbjörg Björnsdóttir

Sælar kæru systur.

Ég heiti Guðbjörg Björnsdóttir og er 38 ára gömul.Ég er gift Guðmundi Helga Albertssyni og eigum við saman þrjú börn, Rannveigu 12 ára, Albert 8 ára og Guðnýju 2ja ára. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og starfa sem skrifstofustjóri hjá Arctic Pet ehf.

Ég er búin að vera í LC síðan 2009 en ég var stofnfélagi í LC10 á Egilstöðum. Ég var formaður 2011/2012 og hef verið virk í starfi LC á þessum tíma.

Ég flutti til Egilsstaða árið 2003 og árið 2009 er LC10 stofnað á Egilsstöðum. Það er árið sem Egilsstaðir varð að mínum heimabæ. Líf mitt breyttist á augabragði og ég átti vinkonur sem ég gat heilsað útí búð og bankað uppá hjá í kaffi. Stuttu eftir að ég flutti til Reykjanesbæjar þá mætti ég í óvissuferð þar sem ég þekkti engan fullviss um að ég myndi mæta vináttu, hjálpsemi og umburðarlyndi þeirra systra sem þar yrðu. Gildi sem eru mér afar hjartfólgin og ég er viss um að heimurinn yrði betri staður ef allir hefðu þau að leiðarljósi. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Glaðar örkuðum við útí óvissuna og tókum þátt í alls kyns leikjum sem tók okkur út fyrir þægindarammann. Undir kvöld þá vissi ég nöfn flestra stelpanna og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þeim.

Ég hlakka til að takast á við ný verkefni og halda á vit nýrra ævintýra.

Skál til lífs og gleði.

Guðbjörg Björnsdóttir

Comments are closed.