Framboð til varalandsforseta 2017 – Erla Guðmundsdóttir

Erla MyndÉg, Erla, er fæddd í Keflavík, 11. júlí 1978, þar sem ég átti mín góðu bernskuár. Í barnaskólann gekk ég og lauk síðar stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Aðeins 15 ára varð ég skotin í strák sem er eiginmaðurinn minn í dag, Sveinn Ólafur Magnússon, grunnskólakennari. Börnin okkar eru Helga 14, Hinrik 6 og Guðríður 5 ára. Saman fluttum við til Kaupamannahafnar að loknu stúdentsprófi og áttum 8 árin þar í landi. Frá Kaupmannahafnarháskóla lauk ég guðfræðinámi og þegar til Ísland var komið á ný nam ég 2 ár við guðfræðideild HÍ. Ég hóf störf sem æskulýðsfulltrúi í Keflavíkurkirkju 2006, vígðist sem prestur til þeirrar kirkju 2009 og var kosin sóknarprestur Keflavíkurkirkju 2015 og gegni því embætti nú.

Ég hef átt titilinn LC9 systir í heilan áratug. Verið virk með klúbbsystrum mínum þennan tíma sem og gegnt stjórnarstörfum sl. 4 misseri fyrir klúbbinn. Síðustu árin hef ég kynnst LC systrum sem og starfinu á landsvísu er ég hef sótt fundi og aðra viðburði LCÍ, sem hefur reynst sem dásamlegur innblástur og lærdómur. Eiginmaður minn er varaformaður RT10 og því má segja að LC og RT samfélagið sé hluti af hversdagslífi okkar beggja í samræðum og svo mörgu. LC er eins og fjölbreytt mannlífstorg þar sem ólíkar systur leggja til heildarinnar það góða er þær hafa fram að færa öðrum til heilla. LC hefur verið mér styrkur og kraftur á svo margan hátt, ekki aðeins með vináttu og verkefnum heldur einnig hugarfarslega. Starfið hefur verið stór þáttur í að ég legg vinnuna mína endrum og eins til hliðar í huga og verki, því er ég þakklát. Með framboði til varalandsforseta vil ég gefa þessum einstaka félagsskap minn kraft, mína vinnu, minn tíma en fyrst og fremst væntumþykju í hverju verki.

Comments are closed.