Framboð til varalandsforseta 2017 – Eva Björg Skúladóttir

Eva_MyndHvað er Ladies Circle fyrir mér? ALLT, já eiginlega allt. Þegar ég hóf göngu mína í LC er óhætt að segja að ég hafi heillast. Heillast af því fyrir hvað við stöndum, ykkur öllum sem og þeim verkefnum sem við höfum tekist á við. Sú vinátta og kærleikur sem er einstakur fyrir LC hefur átt stóran þátt í því að efla mig og styrkja. Ég hef vaxið úr feimnu stelpunni sem sagði varla orð alla sína skólagöngu yfir í kraftmikla og örugga konu. Ladies Circle hefur gefið mér það tækifæri að vera besta útgáfan af sjálfri mér.

Ladies Circle hefur einnig gefið mér mörg tækifærin og dýrmæta vináttu, hér heima og erlendis. Ég hef lagt áherslu á að kynna mér samtökin vel og hef sótt alla fundi og viðburði innanlands og erlendis frá því ég byrjaði. Það hófst með MTM fundi í Kaupmannahöfn, eftir það var ekki aftur snúið. Við tók MTM í Belgíu og Bretlandi. Ég starfaði í ráðstefnunefndinni hér heima fyrir AGMið okkar sem var haldið á Akureyri 2015. Var það dýrmæt reynsla sem gaf mér mikið. Ég hélt einnig utan um skipulag árshátíðar LC/RT sem haldin var 2016 og heppnaðist með eindæmum vel. Í ágúst síðastliðnum fór ég síðan á AGM í Suður Afríku, svo sannarlega ógleymanleg upplifun. Næst á dagskrá er AGM í Sönderborg sem ég hlakka mikið til.

Helstu styrkleikar mínir eru óbilandi skipulagshæfileikar sem nýtast mér afar vel í starfi mínu sem náms- og starfsráðgjafi og munu nýtast mér vel í embætti varalandsforseta og síðar forseta LC Ísland. Það er ekki að ástæðulausu sem ég býð mig fram í annað sinn í embætti varalandsforseta. Ég lifi og hrærist í þessum heimi og vil leggja enn meira af mörkum til samtakanna, samtaka sem hafa gefið mér svo mikið. Fylgstu með á netinu, meira af mér síðar!

Eva Björg Skúladóttir

Comments are closed.