Framboð til vefstjóra 2017 – Sigurborg Ö. Möller

BoggaÉg heiti Sigurborg Örvarsdóttir Möller og er varaformaður LC 5 á Húsavík. Ég er 43 ára, er gift Ásbirni Kristinssyni tæknifræðingi og á 4 börn, Ólöf 23 ára, Rakel Jóna 15 ára, Kristinn 12 ára og Lína Rut 8 ára. Einnig fylgja fjölskyldunni, Aþena silki terrier, Alvin gári og Karmella naggrís.   Ég útskrifaðist sem  þroskaþjálfi árið 1997 og hef starfað við það að mestu síðan þá.  Við fluttum til Danmerkur árið 2003 með 2 dætur og stefnan tekin á frekara nám. Þegar námi var lokið og við ákváðum að ljúka þessum 6 ára dásemdar tíma í Álaborg og flytja heim, var karlinn orðinn tæknifræðingur, ég búin að ná mér í MA í þekkingar- og breytingastjórnun og við búin að bæta 2 börnum við fjölskylduna.  Við vorum um tíma í Reykjavík og fluttum svo til Húsavíkur haustið 2011. Ég starfa á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík, er nýbyrjuð þar og líkar mjög vel.

Mér finnst mjög gaman að ferðast og skoða nýja staði og hitta nýtt fólk. Ég hef verið í LC 5 síðan haustið 2013 og líkar afar vel, langar samt að komast enn betur inn í hópinn og býð mig því fram sem vefstýru í landsstjórn 2017. Ég á bara 2 ár eftir í þessum frábæra félagsskap og ætla mér að njóta þeirra til hins ýtrasta.

Kærleikur og gleði til ykkar allra.

Sigurborg Ö. Möller

Comments are closed.