Fróðleiksmolar um alheimsstjórn LC International

Alheimsstjórn Ladies Circle vinnur mikið og óeigingjarnt starf. Þær tengja saman um 12 þúsund konur og sjá til þess að við getum starfað undir sama hatti í um 40 löndum. Þær sjá um allan daglegan rekstur LC International en í honum felst m.a. að vera í reglulegu sambandi við öll aðildarlöndin, undirbúa stofnun nýrra aðildarlanda, halda úti vefsíðu og samfélagsmiðlum, halda utan um fjármál samtakanna, skrásetja viðburði og halda utan um sögu samtakanna, leysa úr vandamálum sem kunna að koma upp og margt fleira sem snýr að rekstri samtaka af þessari stærðargráðu. Það er mikil vinna að taka þátt í því ævintýri að vinna í alheimsstjórn en eins og margar sem það hafa gert hafa sagt þá hafa þær fengið það margfallt til baka.


Í alheimsstjórn eru 6 embætti; gjaldkeri, ritari og vefstýra en í þau embætti er kosið til tveggja ára í senn. Varaforseti, sem kosinn er á hverju ári en hann tekur við af forseta sem tekur svo við af fráfarandi forseta á hverju ári. Kosið er í alheimsstjórn á aðalfundi samtakanna á hverju ári og rétt til þess að kjósa eru fulltrúar þeirra landa sem hafa fulla aðild að samtökunum. Í dag eru í alheimsstjórn: Chantess Wigill, fráfarandi forseti, Ruth Hungwe, forseti, Gry Haugen varaforseti, Ruth Curry, ritari, Sirli Rooma, gjaldkeri og síðast en ekki síst Hildur „okkar“ Halldórsdóttir, vefstýra. Í ágúst nk. á ráðstefnunni í Cape Town, Suður-Afríku, verður kosið í þetta sinn um embætti til varaforseta og ritara. Anne Ahlefelt frá Finnlandi bíður sig ein fram í embætti varaforseta og í framboði til ritara er að þessu sinni tvær konur, þær Linn Salles frá Þýskalandi og Sandra Murahwa frá Zimbabwe.

2015.11..Morocco (426)
Venja er hjá alheimsstjórn að hittast og funda saman 5 sinnum á ári, víðsvegar um heiminn og oft í tengslum við stærri viðburði landa eins og stórafmæli og þess háttar. Fundirnar taka yfirleitt um 3-5 daga og er þá unnið frá morgni til kvölds. Þess á milli eru reglulegir skype fundir og tölvupóstsamskipti nánast daglega. Fyrsti stjórnarfundurinn er haldinn í ágúst, daginn eftir að ný stjórn hefur verið kosin. Næsti stjórnarfundur er oftast í nóvember og oft á þeim stað þar sem næsta alheimsráðstefna fer fram á. Þriðji stjórnarfundurinn er oftast í mars og hann var til dæmis núna haldinn í Finnlandi. Fjórði fundurinn er haldinn í júní og er honum einmitt nýlokið þar sem stjórnin hittist í Bretlandi. En eftir að fundartörninni lauk hjá þeim fögnuðu þær með um 500 öðrum konum 80 ára afmæli Ladies Circle sem haldið var hátíðlegt 25. júní sl. Fimmti og síðasti stjórnarfundurinn er svo haldinn dagana fyrir aðalfund samtakanna sem yfirleitt er í lok ágúst en þar leggja þær einmitt lokahönd á vinnuna fyrir fundi ráðstefnunnar. Þar að auki ferðast þær þónokkuð mikið og er oft einhver á þeirra vegum á stærri viðburðum eins og til dæmis stórafmælum, vígslu landa í samtökin o.þ.h.


Ladies Circle á Íslandi hefur átt þrjá fulltrúa í alheimsstjórn. Dagný Leifsdóttir var gjaldkeri árin 2001-2003 og Ester Hjartardóttir var vefstýra árin 2009-2011 og hluta úr ári 2012. Í dag er Hildur Halldórsdóttir vefstýra alheimssamtakanna en hún tók við því embætti á Akureyri, sínum heimabæ, í ágúst árið 2015 þegar LC Ísland hélt alheimsráðstefnu samtakanna þar. Hildur mun gegna embættinu til ársins 2017 en samhliða þessari vinnu gegnir hún einnig embætti vefstýru landstjórnar og hefur gert það síðan í maí árið 2015 og lætur hún einnig af því embætti árið 2017. Að kona gegni bæði embætti i landstjórn og alheimsstjórn samhliða í nær tvö ár er sennilega einsdæmi í sögu Ladies Circle.

Mandala og einkunnarorð

Kærleikskveðja,

Hildur Ýr Kristinsdóttir
Landsforseti LCÍ 2016-2017
Because We Care

board

Comments are closed.