Fulltrúaráðsfundur á Eskifirði 12-14 október 2018

Eskifjörður skartaði sínu fegursta helgina 12-14 október síðastliðinn, enda tilefnið ekki af verri endanum – fulltrúaráðsfundur Ladies Circle! Það var LC 14 og RT 16 í Fjarðarbyggð sem sáu um að halda fundinn með sjómannaþema og leystu þau verkefnið óaðfinnanlega af hendi þar sem allt skipulag var til sóma. Þemað passaði fullkomlega við staðsetninguna, og var fundurinn haldinn í Randúlfs sjóhúsi þar sem allt innanstokks minnti á útgerð gamla tímans.

 

Laugardagurinn rann upp eftir hressilegt sjóarapartý á föstudagskvöldinu og byrjuðu LC konur að streyma inn í Randúlfshús upp úr 9, enda höfðu stöllurnar úr LC 14 boðið í léttan brunch fyrir fund sem var kærkomið.

Fundurinn sjálfur lukkaðist mjög vel. Andrúmsloftið var jákvætt og létt yfir konum, og var fundurinn heilt á litið mjög skemmtilegur þar sem komu fram margir góðir punktar. Hópurinn var mjög gagnvirkur, mikið um fyrirspurnir og erum við LC konur augljóslega með puttann á púlsinum.

Skemmtileg nýjung var kynnt og prufukeyrð á fundinum: Umræðuhópar.
Mæltist þetta vel fyrir, voru konur jákvæðar fyrir þessu, tóku vel þátt í umræðunum og útkoman frábærir punktar sem landsstjórn hlakkar til að vinna úr.

Við í landsstjórn tölum fyrir hönd allra þeirra sem mættu á fundinn þegar við hrósum LC 14 og RT 16 fyrir einstaklega vel skipulagða og vel heppnaða helgi og þökkum kærlega fyrir okkur.

Þrefalt húrra fyrir LC 14 og RT 16,  og þrefalt húrra fyrir okkur öllum!

Comments are closed.