Fulltrúaráðsfundur í Eyjum 13 – 15 október 2017

Fulltrúaráðsfundurinn var haldinn í Eyjum helgina 13-15 október þar sem 87 konur mættu til að hafa gaman saman og funda á laugardeginum. Þó veðrið hafi sett smá strik í reikninginn og Herjólfur vinur okkar ekki siglt sem skildi, komu þær sér yfir til Eyja bæði með flugi og svo voru nokkrar hugaðar sem tóku dallinn frá Þorlákshöfn og byrjuðu bara partýið um borð og komu svo galvaskar í jólapartý ársins rétt fyrir kl: 23 um kvöldið. Einn klúbbur að vísu var mættur í Þorlákshöfn kl: 11 um morguninn en þá var Herjólfur bundinn við bryggju í Eyjum. Þær eiga skilið bjarsýnisverðlaun ársins.  Eins og áður segir var jólaþema á föstudagskvöldið þar sem aldrei hafa sést eins margar í búningum eins og í Eyjum, algjörlega frábært að sjá metnaðinn hjá ykkur öllum. Það voru jólapakkar, santa Lúsíur,  jólasveinur,  álfar og María mey og co með jesúbarnið með sér og að ógleymdum Villa!

 

                                

Laugardagsfundurinn var haldinn í Golfskálanum og gekk hann mjög vel fyrir sig. Þar var tilkynnt að fulltrúaráðsfundur haustið 2018 verður haldinn í Fjarðabyggð og árshátíð 2019 á Egilsstöðum. Gerð var Kahoot könnun um hvort eigi að hætta prentun á félagatalinu ….. og fór kosningin þannig að það var samþykkt að hætta prentun félagatalsins.

 

 

 

 

 

 

Laugardagskvöldið var einnig í Golfskálanum  þar sem frábær matur frá Veilsuþjónustu Einsa kalda var framreiddur. Esther ásamt Guðrúnu Maríu í LC-11 stjórnuðu smá hópsöng og tóku allar vel undir með þeim. Margar voru orðnar lúnar eftir frábæra helgi og fóru snemma heim enn margar héldu áfram fram á nótt. Eitt er allvega alveg á kristaltæru að ALLAR skemmtum við okkur frábærlega vel.

 LC-11 á þakkir skilið fyrir vel skipulagða helgi og góða skemmtun

Fyrir hönd landstjórnar LCÍ

Salóme Ýr Rúnarsdóttir

Landsforseti ´17/18

Comments are closed.