Gerum eitthvað gott

hjarta_lc_texti

Alþjóðadagur Ladies Circle var haldinn hátíðlegur um allt land 11. febrúar síðastliðinn.

Varalandsforseti, Hildur Ýr Kristinsdóttir LC7, sá um að skipuleggja daginn ásamt varaformönnum klúbba. Flestir klúbbarnir héldu sameiginlega viðurði og tókst virkilega vel til. Að þessu sinni var ákveðið að góðgerðarstarf væri í aðalhlutverki.

Á Reyðarfirði var LC10 og LC14 með félagsvist fyrir eldri borgara, auk þess að bjóða upp á nýbakaðar vöfflur.

LC5 á Húsavík voru búnar að skipuleggja samveru með heimilisfólkinu á Skógarbrekku. Það var hinsvegar nóró veira í heimsókn og var því afráðið að kíkja þangað. Þær hittust þó og borðuðu saman og átt góða stund í nafni vináttunnar.

Akureyrar klúbbarnir þrír, LC1, LC7 og LC15 skipulögðu þrjá góðgerðarviðburði þennan dag, upplestur, söngur og samvera á Kristnesi, Bingó og söngur á elliheimilinu hlíð auk þess fatapökkun í Rauða krossinum. Virkilega vel heppnaður dagur sem endaði með sameiginlegum kvöldverði og kynningu á starfsemi Rauða krossins og komu flóttamanna til Akureyrar.

LC 13 fór og heimsótti Rauða kross deildina í Grindavík, þar fengu þær fyrirlestur um starfið. Þær mættu allar með stútfulla poka að heiman, fullan af fatnaði til að gefa áfram.

LC klúbbarnir í Reykjavík, LC2, LC3, LC4 og LC8 hittust einnig víðsvegar um stór Reykjavíkur svæðið. Bingó á Hrafnistu og vöfflukaffi, fataflokkun hjá hjálparstarfi kirkjunnar í Reykjavík auk þess sem Björg Baldurssdóttir verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ fór yfir móttöku sýrlensku flóttamannanna.

LC 11 konur  hittust og bökuðu vöfflur á dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum

LC6 og LC9 tóku þátt í 112 degi hjá Rauða krossinum í Reykjanesbæ. Af þessu tilefni færðu þær Rauða kross deildinni peninga upphæð sem safnaðist á sameiginlegum fundi hjá þeim fyrr á árinu.
Sauðárkrókskonur í LC12 hittust og veittu styrk til ákveðins verkefni auk þess að fá kynningu á því.

Nokkrar myndir frá þessum frábæra degi má sjá í meðfylgjandi albúmi.

Comments are closed.