Rokkurinn – Glökkt er gests augað…eða hvað?

Ég hef alltaf verið forvitin, mamma talar ennþá um að eyrun á mér hafi stækkað þegar hún talaði við vinafólki sitt, alveg sama hvort þau væru að ræða stjórnmál, ferðalög eða íþróttir. Málið er ég hef alltaf getað tekið einhvern lærdóm af því sem ég heyri. Því var að algjör paradís fyrir mig að vera boðin á LC fund, þó svo að ég hafi ekkert vitað hvað beið mín. Mér var boðið og sagði ég já án þess að vita nokkuð. Ég vissi bara að það væru stundum fyrirlestrar og yfirleitt alltaf matur. Matur og lærdómur, hvernig gat ég sagt nei.

Mér var boðið á LC fund síðast liðinni maí og var Vésteinn Valgarðsson sagnfræðingur með fyrirlestur um þjóðsögur og var boðið upp á íslenska kjötsúpu. Ég hugsaði þegar Vésteinn lauk máli hvað ég væri þakklátt að hafa fengið að vera með á þessum fundi. Hvar annarsstaðar myndi ég fá að heyra þessa hluti, uppruna gamalla þjóðsagna og fullt af nýjum sögum sem ég hafði aldrei heyrt áður. Þakklæti var það sem ég tók með mér eftir þennan fund.

Næstu fundur var tileinkaður BDSM

Ástæðan fyrir spurningunni í yfirheitinu er sú að ég hélt kannski að LC konur sem væru búnar að vera lengi í klúbbnum tækju þessu sem gefnu, þ.e.a.s. að þakklætið væri búið og núna væri þetta bara svona eins og að mæta í saumaklúbb. En vá hvað mig skjátlaðist, allar LC konur sem ég hef kynnst eru jafn þakklátar og ég. Því langaði mig bara að segja takk, takk Anna Katrín fyrir að bjóða mér og takk allar LC konur sem ég hef hitt fyrir að taka svo vel á móti mér.

Arna Guðlaugsdóttir
LC 2

 

Comments are closed.