Góðgerðamál fyrir prjónakonur

Meðfylgjandi upplýsingar eru frá systrasamtökum okkar AGORA.

Agora er með góðgerðaverkefni í gangi að prjóna húfur og vesti fyrir nýbura í Afríku. Oft er kalt á nóttinni hjá þeim, hiti fer niður að frostmarki og húsin eru lítið hituð upp og mikil þörf er á hlýjum fatnaði.  Ef þið eigið garn og smá tíma þá mun AGORA gjarnan þiggja prjónavörur. Ef þið eigið foreldra, ömmur, afa, frænkur eða frænda sem geta prjónað fyrir þetta góða verkefni, þá endilega hvetjið, því allir geta tekið þátt!

Meðfylgjandi eru uppskriftir sem má nota og smávegis leiðbeiningar um barnahúfur og vesti.AgoraprjónÁ myndinni er hluti af þeim varningi sem þegur hefur verið sendur, en 4kg kassi er þegar farinn af stað.

Endilega látið landsforseta (landsforsetilc@gmail.com) vita ef þið hafið tök á því að leggja þessu góða máli lið.

Comments are closed.