Góðgerðarverkefni – hugmyndir

Uppfært apríl 2019

Hugmyndir að góðgerðaverkefnum frá klúbbunum
Mikilvægt er að muna að ekki þarf einungis að safna pening heldur geta góðgerðir verið í ýmiskonar formi
• Vinnuframlag
• Gefa tíma
• Hjálpa fólki
• Gleðja fólk
Hér fyrir neðan má sjá hugmyndir sem komu frá klúbbkonum í umræðuhópum á fulltrúaráðsfundi að hausti 2018. Listinn er hverrgi nærri tæmandi en hér má bæði finna hugmyndir sem og bæta við hugmyndum.
Verkefni sem klúbbar hafa nú þegar unnið sem og aðrar hugmyndir
• Styrkja „tilbúin“ góðgerðaverkefni ss krabbameinsveik börn, gleym mér ei samtökin ofl
• Perlað fyrir kraft
• Plokka – umhverfisvernd/vitundarvakning
• Aðstoðað áhugaleikhópa við undirbúning sýninga (mála, sauma, setja upp grafískt efni)
• Kaupa sýningar af áhugaleikhópum
• Aðstoða Special Olympics eða deildir innan Íþróttafélags fatlaðra með kaffiveitingar á mótum
• Góðgerðarbingó
• Prjóna sjúkrabílabangsa
• Styrktarkvöld fyrir Ungfrú Ragnheiði
• Góðgerðaruppboð
• Safna dóti fyrir flóttafjölskyldur
• Eyða parti úr degi með eldri borgurum ss baka vöfflur, bingó, upplestur og annað tilfallandi
• Fataflokkun hjá rauðakrossinum

Klúbbar geta líka tekið sig saman og unnið að sameiginlegum góðgerðum. Til dæmis undirbúið bingó í sameiningu, haldið uppboð eða aðstoðað á annan hátt.