Happy hearts – fréttabréf haust 2018

Happy hearts er alþjóðlega góðgerðaverkefnið okkar. Um er að ræða landsverkefni LC kvenna í Botswana sem síðan sóttu um að verkefnið þeirra yrði að sameiginlegu alþjóðlegu
verkefni LC kvenna um allan heim.

Annað hvert ár geta lönd sótt um að landsverkefnin þeirra verði styrkt á alþjóðavísu. Happy Hearts er nú að sigla inn í síðara árið sitt sem þíðir að á næsta AGM sem haldið verður í Rotterdam í ágúst 2019 verður kosið um nýtt verkefni til tveggja ára.

Frá því Happy Hearts varð alþjóðlegt verkefni hafa safnast 40.000 € eða um 5.4 milljónir. Verið er að safna fyrir heimili fyrir krabbameinsveik börn svo þau geti verið þar ásamt fjölskyldu sinni á meðan þau sækja sér meðferðar fjarri heimili sínu. Til að geta reyst slíkt hús þurfa að safnast 250.000€ eða 33.700.000.

Við vonum svo sannarlega að konurnar frá Botswana nái markmiðum sínum og að hægt verði að reisa þetta hús fyrr en seinna.