Heimsókn á fund hjá LC-15 Akureyri

Eva varalandsforseti LCÍ skellti sér í heimsókn á janúarfund til stelpnanna í nr 15. Það vildi svo skemmtilega til að leið þeirra lá til að kynna sér það mikla verkefni er Vaðlaheiðargöng eru. Fundur var settur í einum af vinnuskúrunum þar sem farið var yfir venjuleg fundarstöf. Kynningarhringur og 3 mínútur þar sem spurt var útí áramótaheit. Ein ný stúlka var tekin inn í klúbbinn með tilheyrandi spurningakeppni og fögnum við svo sannarlega nýjum meðlimum. Velkomin í hópinn. Eftir helstu umræðuefni fundarins var okkur smalað saman í jeppa og keyrðar inní göng. Hitinn, þokan og bleytan þar inni var ótrúleg og er óhætt að segja að á köflum hafi bílstjórarnir ekið i gegn eftir minni. Við stoppuðum í miðjum göngunum og fengum smá fræðslu og nutum þess að ýminda okkur að við værum staddar á Spáni – slíkur var hitinn. Við keyrðum síðan alveg í gegnum göngin og fórum Vaðlaheiðina til baka. Þegar á áfangastað var komið aftur fengum við kynningu á því ferli sem átt hefur sér stað með öllum þeim hnökrum sem upp hafa komið, bæði í orði og myndum. Virkilega fræðandi fundur.

Takk kærlega fyrir að taka svona vel á móti mér stelpur.

Eva

Comments are closed.