Árshátíð 2013

08.04.13
Árshátíð LC & RT 2013
Árshátíð LC & RT...
Nú er farið að styttast í ÁRSHÁTÍÐARHELGINA! Við erum á fullu að gera og
græja þannig að helgin verði ógleymanleg fyrir alla sem mæta í höfuðstað
Norðurlands Húsavík. Nú er rétti tíminn til að finna til lopapeysuna, fara
með kjólana í hreinsun, finna hatt fyrir landsfundinn og almennt koma sér í gírinn. Þeir sem hafa aldrei komið til Húsavíkur áður eru
hvattir til að æfa norðlenska hreiminn þannig að heimamenn skilji þá!

Við viljum benda á að þeir sem skrá sig og greiða fyrir 10. apríl fá
afslátt af viðburðum helgarinnar.

Í PDF-skjali má sjá nánari gagnlegar upplýsingar um viðburði
helgarinnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *