Hildur Friðriksdóttir formaður LC1 á Akureyri – Rokkurinn nóv 2018

Hildur heiti ég og er formaður hjá Lc 1 Akureyri og vil ég deila með ykkur minni reynslu af LC en mamma mín Kolbrún Stefánsdóttir er ein af stofnendum LC á íslandi og var formaður LC 1 og landsforseti LC 1999-2000

Þegar ég var að alast upp fannst mér alveg eðlilegt að opna heimilið okkar og færa mig úr herberginu mínu fyrir hinar ýmsu konur sem fengu að gista. Öðlaðist ég mikla þekkingu af hinum ýmsu aðstæðum út í heimi þegar þær komu inn á heimilið okkar. Við ferðuðumst til margra landa og gistum við þá líka inn á allskonar heimilium og alltaf mættum við einskærri gestrisni að hálfu þeirra sem við heimsóttum, þessi samtök gerðu okkur kleift að fara á fullt af stöðum og kynnast nýjum menningum. Það situr mér líka fast í minni þegar við fórum með mömmu og pökkuðum teppum sem voru send á stríðhrjásvæði fyrir jólin. Þegar allar konurnar hittust og við börnin fengum að koma með og hafa gaman saman.

Ég vissi strax að ég vildi líka taka þátt í þessum samtökum og kynnast allskonar konum og greip ég tækifærið þegar Gyða kom til mín í hárgreiðslustólinn og var að fara sem landsforseti út á Agm, lýsti þá yfir að ég vildi fá að taka þátt. Tók hún vel í það Og byrjaði ég í samtökunum sjálf árið 2012 eftir að hafa stofnað fjölskyldu og menntað mig. Og man ég enn eins og það hafi gerst í gær þegar ég mætti á fyrsta fund svo stressuð hvort ég væri nógu góð fyrir LC, LC í mínum huga var toppurinn, var ég pikkuð upp af formanni LC þá Ágústu og skutlaði hún mér á fund sem var skartgripagerð ótrúlega mikið fjör og tóku allar konurnar vel á móti mér og það var svo innilega hlýtt viðmót í hópnum, þann vetur gerði ég fullt af hlutum sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera sjálf á þessum tíma, gleði, andleg efni og fræðandi fyrirlestrar sem styrktum mig mikið sem persónu. Þarna vissi ég að ég ætti heima í félagsskap kvenna sem tóku mér eins og ég er og dæmdu engan. Líf mitt hefur ekki verið áfallalaust síðan og alltaf hafa LC konurnar staðið með mér, komið í heimsókn þegar mest bjátaði á og styrkt mig. LC er samtök án fordóma og byggjast upp af hjálpsemi, börnin mín hafa nú komið með mér og pakkað jól í skókassa og höfum við opnað heimilið fyrir konum af ólíkum menningum og dóttir mín farin að sjá hversu gaman þetta er. Greip ég tækifærið í ár á 30 ára afmæli LC á íslandi og tók að mér formannsembætti og er ég farin að læra nýja hluti í samtökunum sem ég elska. Mæli ég eindregið með því að fara út fyrir þægindaramman og prófa embætti. Með þessu kveð ég ykkur og hvet ykkur til að nýta þetta ár í að fara út fyrir ramman og gefa af okkur, kynna samtökin svo fleiri ungar stúlkur sjái hversu mikið við getum gert til að gera heiminn betri fyrir konur og erum við á góðri leið með það endum þetta á mottóinu mínu í vetur ”life begins at the end of your comfort zone’