Kynning á frambjóðendum í embætti landsstjórnar – Varalandsforseti

Kæru LC systur

Ég heiti Sigríður Guðlaug Halldórdóttir fædd í Reykjavík 20. sept 1979 og bjó þar fyrstu sex árin mín. Flutti svo til Vestmannaeyja og ólst þar upp.
Í dag er ég búin að búa í Reykjavík í 11 ár. Vinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur og líka vel.

Ég er frekar virk í félagsstörfum og hef verið trúnaðarmaður síðast liðin 8 ár og gengt öðrum störfum innan stéttarfélagsin s.s trúnaðarráð,
samningarnefnd og kjörstjórn. Ég byrjaði í LC 4 2015 og verið í stjórnarstörfum síðustu 3 árin.

Ladies Circle hefur gefið mér mikið. Hef kynnst yndislegum konum og þetta er bara svo frábær félagsskapur. Svo gott að komast
að hitta stelpurnar. Svo ekki má gleyma alla viðburðina á landsvísu. LC gefur mér innblástur og hleypur stelpu-konunni út,
hefur hjálpað mér að auðlast öryggi.

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til varalandsforseta. Hlakka til að takast á við ný og spennandi verkefni sem LCÍ hefur upp á að bjóða.

Kær kveðja
Sigga Lauga

Comments are closed.