Kynning á frambjóðendum í embætti landsstjórnar – Vefstýra

Sælar kæru systur

Hér á eftir kemur smá kynning á mér vegna umsóknar minnar um embætti vefstýru í landsstjórn Ladies Circle.

Ég heiti Lísbet Hannesdóttir er 32 ára Akureyringur. Í grunninn er ég viðskiptafræðingur og er svo með meistaragráðu í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Ég starfa hjá Capacent við ráðningar, mannauðsráðgjöf, markaðssetningu og vefstýringu.

Embætti vefstýru er áhugavert verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Ég þekki vel inn á wordpress umhverfið og aðra samfélagsmiðla og starfa einnig sem tæknistjóri foreldra minna sem margir af minni kynslóð tengja eflaust við. Eins eru önnur verkefni vefstýru afar mikilvæg og tel ég að embættið sé mikilvægur hluti af landsstjórninni.

Ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni og kynnast þeim flottu konum sem fyrir starfa í landsstjórn og þeim sem koma til með að gera það næstu tvö árin.

Lísbet Hannesdóttir

Comments are closed.