Kynningarfundur á Hvolsvelli

Ladies Circle Ísland heldur kynningarfund á Hvolsvelli 11. október næstkomandi.

Sjá Facebook viðburð

Er ert þú til í að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýjum stelpum. Ladies Circle eru Alþjóðleg samtök fyrir konur á aldrinum 18-45 ára, þau eru í tæplega 40 löndum og telja meðlimir samtakana um 12.000 konur. Á Íslandi eru 15 klúbbar starfandi en enginn á Suðurlandi fyrir utan Vestmannaeyjar. Stefnan er tekin á að breyta því og stofna klúbb númer 16 á Hvolsvelli.
Fundir eru einu sinni í mánuði fyrir utan sumarmánuði og er hver fundur dýrmæt reynsla, ný áskorun eða gott orkubúst.
Á kynningarfundinum á Hvolsvelli er starf Ladies Circle kynnt ásamt því að starf SL Landsbjargar verður kynnt.

Comments are closed.