Ladies Circle International

Ladies Circle International (hér eftir LCInt.) á rætur sínar að rekja til Englands þar sem fyrsti klúbburinn var stofnaður í Bournemouth af eiginkonum Round Table (RTI) meðlima. Árið 1936 stofnuðu fyrstu ensku klúbbarnir Ladies Circle landssamtök (Bretland og Írland). Á þeim tíma voru félagslegar skyldur helsta vinna LC kvenna vegna stríðsins. Svo sem:

  • aðstoð á spítalanum
  • halda mötuneyti
  • heimsækja sjúklinga spítalans
  • Fatasöfnun fyrir munaðarlaus börn ofl.

Árin 1947 og 1949  voru LC Svíþjóð og Danmörk stofnuð. 1950 voru 5 LC klúbbar á norðurlöndum og voru sameiginleg LC landssamtök norðurlanda stofnuð sama ár. Á þeim tíma blómstruðu samskipti milli Stóra Bretlands, Svíþjóðar og Danmerkur. Þegar Danmörk og Svíþjóð stofnuðu sín eigin landssamtök voru landssamtök norðurlanda lögð niður.
29 maí 1959 er mikilvægur dagur í sögu LC Int. þar sem á þeim degi, á alþjóðlegu AGM Round Table í Leiden, Hollandi, stofnuðu löndin þrjú Ladies Circle International (LCInt).

Stofnendur LCInt. voru Molly Worley (Landsforseti), LC GB&I, Jen Ulfvik (Varalandsforseti), LC Svíþjóð, Margery Coombe (ritari), LC GB&I, and Søs Tarp (gjaldkeri), LC Denmark. Þarna var grunnur laga settur upp sem byggðist á jafnrétti allra meðlima samtakanna. Af þeim þróuðust marmið LC kvenna:

  • Að auka áhugasvið félaganna og þekkingu þeirra á lifnaðarháttum annarra og efla sjálfstæði þeirra og umburðarlyndi.
  • Að efla alþjóðlegan skilning og vináttu. Þessum markmiðum skal m.a. náð með fundum, fyrirlestrum, umræðum og þáttöku í alþjóðlegum fundum.
  • Trú og pólitík skulu ekki setja mark á klúbbana.

Upphaflega var félagsskapurinn einungis takmarkaður við eiginkonur Round Table manna á aldrinum 18 til 40.
Þegar árin liðu bættust fleiri lönd við og Canada var síðast stofnað árið 2007. Árið 1994 á AGM var mikilvægri reglu breytt þannig að Ladies Circle varð óháð Round Table og opið öllum konum á aldrinum 18-45.
Árið 2006 undirrituðu LCInt. & RTI samkomulag þess efnis að klúbbarnir ynnu saman og hvöttu til nánari samstarfs sem kallast “Side by side” (SBS). Voru framleiddir pinnar með báðum merkjum samtakanna sem enn eru seldir í dag og rennur allur ágóði af þeim til alþjóðlegra verkefna LC Int. og RTI.

Í dag er LC Int. alþjóðlega samtök með um 13.000 meðlimi í 40 löndum í fjórum heimsálfum, Afríku, Asíu, Evrópu og norður Ameríku.

Heimasíða samtakanna má finna hér.