Laus embætti í landsstjórn

Laust er í embætti varalandsforseta og vefstjóra.

Umsóknarfresturinn til að sækja um embætti í landsstjórn Ladies Circle rennur út 15.febrúar næstkomandi.

Samkvæmt reglu 5, grein 3 segir: Kjörgengi til varalandsforseta hafa þær sem starfað hafa sem formenn í sínum klúbbi eða í landsstjórn og hafa verið virkir félagar minnst þrjú ár.

Einnig má varalandsforsetinn ekki verða 45 ára á þriggja ára starfstímabilinu.

Umsóknina skal senda til landsstjórnar þar sem fram koma upplýsingar um nafn, aldur, klúbb og hvenær viðkomandi var vígður í LC.

Skemmtilegir og spennandi tímar eru framundan þar sem AGM verður á Akureyri í ágúst og því tilvalið fyrir áhugasamar konur að sækja um skemmtileg embætti.

Comments are closed.