LC 1 2013

Við LC-1 konur á Akureyri héldum okkar árlega dekurfund miðvikudaginn 6.mars 2013.

Við mættum 17 galvaskar konur á Líkamsræktarstöðina Bjarg hér í bæ til að fara í Hot Joga.Þar tók hún Abba snillingur á móti okkur og píndi okkur í 40 mínútur. Hún talaði um það hvað við værum ótrúlega góðar – liðugar og fínar miðað við að vera flestar byrjendur. Við komum sveittar og sælar út úr frábærum tíma. Næst héldum við í salinn okkar á Furuvöllum.  Þar héldum við fund þar sem meðal annars kom fram að við ætlum sem flestar að skunda á árshátíðina okkar á Húsavík í maí n.k. Við vorum  minntar á að panta okkur gistingu sem fyrst og ekki að missa af þessum einstaka viðburði sem LC og RT árshátíðin er enda stutt að fara fyrir okkur norðankonur. Ég hlakka allavega til.
Eins eru 4 konur að hætta hjá okkur í vor og var ákveðið að drífa í að fjölga sem fyrst.
Meðan á fundinum stóð voru Matthías Henriksson heilari og Magna Bowentæknir fengin til að ganga á milli okkar og nudda herðar og höfuð ofl til að ná úr okkur streytunni , eins sögðu þau aðeins frá sjálfum sér og hvað þau væru að gera. Þær sem vildu tóku með sér snyrtisett að heiman fyrir hendur og snyrtu sig á meðan yfir góðum veitingum. Hafdís las ljóð og í kynningarhring vorum við látnar segja hvað við myndum gera af við ættum nóg af peningum. Það kom margt spaugilegt út úr því, en margar vildu liggja á sólarströnd og láta dekra við sig með þjón, kokk og nuddara sér innan handar!!
Hugrún Árnadóttir í LC-2   var gestur hjá okkur þetta kvöld.
Þetta var mjög góður fundur og héldum við LC konur ánægðar heim eftir vel hepnaða kvöldstund eins og svo oft áður.
Kveðja Arna Ívarsdóttir LC-1   Akureyri

Comments are closed.