LC12 – Sauðárkrókur, vígsla.

Dagskrá fyrir vígsludaginn mikla hjá LC 12 þann 15.mars

Eftirfarandi er gróf áætlun á degi vígslu Sauðárkróks.

• Mæting er á planið við Kaupfélag Skagfirðinga eða Skaffó kl.16:30

• Þaðan verður farið í fyrirtækjakynningu í eina klukkustund.

• Einnig verður farið að hitta unga skagfirska konu sem er að gera skemmtilega hluti og ætlar hún að kynna okkur fyrir því sem hún er að gera. Hún mun verða með vörur eftir sig til sölu.

• Þá kemur smá hlé og er um að gera að smella sér þá í betri fötin og hafa sig til fyrir kvöldið. Það er mæting kl.19:30 í Kiwanishúsið þar sem boðið verður upp á nokkrar gerðir af smáréttum. Einnig verða þær síðan með drykki til sölu, allur ágóði fer í fjáröflun.

• Skemmtilegt kvöld framundan í frábærum félagsskap og kannski kíkt á skemmtanalífið á Sauðárkróki…

 

Gisting:

Gisting sem er í boði er Hótel Mikligarður
Nóttin í eins manns herbergi er 6500 kr
Nóttin í þriggja manna herbergi er 12000 kr
Nóttin í tveggja manna herbergi er 9000 kr
Morgunmatur er ekki innifalin í verði.  Pantanir og frekari uppl hjá mikilgardur@mikligardur.is

 

Þá er bara eftir að skrá sig á viðburðinn hér.

Sjáumst hressar. 🙂

Comments are closed.