Miðsvetrarfundur Ladies Circle janúar 2017

Sagan hefst í Gautaborg og árið er 2010. Ég hef verið búsett í Gautaborg í 3 ár og fylgst með eiginmanninum taka þátt í Round Table starfi í nokkur ár, fyrst á Íslandi (RT-6) og síðan í Svíþjóð (RT-2). Við erum í fullu starfi bæði tvö og eigum tvö börn og eitt á leiðinni og því nóg að gera í amstri dagsins. Á 2ja vikna fresti fer eiginmaðurinn á RT fund og kemur heim sæll og glaður, búinn að eignast nýja vini og upplifa eitthvað skemmtilegt. Hljómar vel hugsa ég. Á jólafundi RT-2 Gautaborg kynnumst við Magdalenu (LC-110) og Brynja_mynd2Fredrik (RT-2) og LC ævintýrið hefst! Ég fæ inngöngu í LC-110 í Gautaborg! Það er góð tilfinning að hafa sig til fyrir fund, loka útidyrahurðinni og ganga niður götuna til að eiga kvöldstund með konum sem eiga það sameiginlegt að langa til að taka þátt í LC starfinu saman. Að fá tækifæri til að vera maður sjálfur þessa kvöldstund. Að fá tækifæri til að vaxa og þroskast sem einstaklingur fyrst í eigin klúbbi og síðan í starfi á milli klúbba á landsvísu eða milli landa. Að láta gott af sér leiða. Að eignast vini fyrir lífstíð. Að njóta lífsins og eignast góðar minningar. Þetta er það sem LC hefur gefið mér. Það var því sjálfsagt að halda áfram í LC þegar ég flutti heim til Íslands 2014 og nú er ég með í LC-3 í Reykjavík.

Alþjóðafundur (AGM) Ladies Circle 2015 var haldinn á Akureyri og var vel heppnaður í alla staði. Þá fjölmenntu mínar sænsku vinkonur í LC-110 og urðu fagnaðarfundir.

Brynja_mynd3MTM 2017 var haldið í Gautaborg 20.-22.1.2017. Það var því ekki spurning í mínum huga að mæta á gamlar slóðir. Við fórum fjórar frá Íslandi, Hildur (LC-7) vefstjóri í alþjóðastjórn, Hildur Ýr (LC-7) landsforseti, Salóme Ýr (LC-11) varalandsforseti og ég (LC-3), fulltrúi almúgans. Ester (LC-3) ætlaði að koma líka en komst ekki vegna veikinda, en var með okkur í huga enda ein sú öflugasta LC kona sem ég hef kynnst. Gautaborg tók vel á móti okkur, milt veður og sól. Fyrsta kvöldið settumst við á skybar á Riverton hótelinu okkar, skáluðum og horfðum á útsýnið yfir borgina og ánna Götaälv. Á föstudeginum gerðist ég guide fyrir Hildi Ýr og Salóme Ýr og við nýttum okkur hagstætt gengið til að versla á útsölunum eftir jólin í fallegum miðbænum. Um kvöldið var „Welcome party“ og mikið stuð! Margar LC-konur vel skreyttar með ljósaperum en þema Brynja_myndfundarins var „Light up the dark“. Ekki má gleyma blikkandi skónum hennar Hildar! Kynntumst þar Berglindi, íslenskri LC sem er búsett í Svíþjóð. Urðum þess vafasama heiðurs aðnjótandi að fá skammarverðlaun í spurningakeppni um Svíþjóð[Symbol] Á laugardegi hófst fundur alltof snemma eins og venjulega en allt fór vel fram og tíminn leið fljótt þar sem mikið var um leiki og hópastarf á milli hefðbundinna fundarstarfa. Síðan var boðið upp á ferð um borgina í sporvagni með freyðivín í hönd og lét ég það ekki framhjá mér fara. Gala kvöldið byrjaði vel í forpartý inn á hótelherbergi með sænskum vinkonum í LC-110, bæði gömlum sem nýjum. Skipulögðum næstu heimsókn þeirra til Íslands í sumar. Kvöldið leið hratt í hópi rúmlega 200 glaðra LC kvenna (og 8 RT eiginmanna sem voru sáttir við sinn hlut). Góð helgi að baki. Gaman að kynnast Hildi, Hildi Ýr og Salóme Ýr og ég hlakka til næstu LC ævintýra! 
Brynja K. Þórarinsdóttir LC-3 Reykjavík

Comments are closed.