MTM 2020 verður á Íslandi!

Á landsfundarhelginni okkar á Akureyri í vor lýsti landstjórn yfir áhuga á að Ísland myndi í náinni framtíð sækja um að halda MTM hér á landi. Okkur til mikillar ánægju stigu konurnar í LC 3 fram og tóku það að sér að sækja um fyrir Íslands hönd.

Það hefur nú fengist staðfest frá alheimsstjórn að Ísland mun ekki þurfa að etja kappi við önnur lönd um að halda fundinn árið 2020. Það er því vel við hæfi að óska okkur öllum til hamingju með komandi tíma og þökkum við stelpunum í þristinum kærlega fyrir að hafa stigið þetta skref fyrir okkur.

Hins vegar mun það ekki koma í ljós fyrr en í ágúst hvort fundurinn verði haldinn fyrir eitt svæði eða hvort um verði að ræða sameiginlegan fund svæða.

Ef um eitt svæði er að ræða er það Nordic region þar sem við munum þá fá konur til okkar frá 8 löndum, en ef það verður hinsvegar sameiginlegur fundur munu þrjú svæði funda saman það er; Nordic Region, Asian Pacific Region og Southern European Region en þá myndu konur frá samtals 22 löndum hittast hér á landi til að funda og hafa gaman.

Hvort heldur sem verður er virkilega krefjandi og spennandi timi framundan hjá þristakonum og vitum við að þær taka glaðar á móti hverri þeirra sem hefur áhuga á því að aðstoða og ef einhverjar ykkar hafa áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni hvetjum við ykkur til að setja ykkur í samband við þær í þristinum.

Landstjórn er virkilega stolt af framtaksemi sinna kvenna og hlakkar til að fylgjast með vinnunni sem framundan er og efast ekki um að þetta muni efla okkur og styrkja.

Fyrir hönd landstjórnar

Eva Björg
Landsforseti LCÍ 2018-2019
Be Magical-Be You

Comments are closed.