Ný landsstjórn

Nýverið fór fram landsfundur Ladies Circle þar sem tvær konur luku sínum störfum innan stjórnar og tvær konur bættust í hópinn. Fundurinn var haldinn helgina 3.-5. mai á Egilsstöðum.
Þær sem halda áfram í stjórn eru Guðbjörg Björnsdóttir LC-6 landsforseti, Lilja Björg Guðmundsdóttir LC-3 gjaldkeri og Eygló Hulda Valdimarsdóttir LC-6 ritari.
Hildur Halldórsdóttir LC-7 tók við embætti varalandsforseta og Lísbet Hannesdóttir LC-15 við embætti vefstýru.
Salóme Ýr Rúnarsdóttir LC-11 fráfarandi landsforseti og Hrafnhildur Viðarsdóttir LC-12 fyrrum vefstýra luku sínum störfum og þökkum við þeim kærlega fyrir sitt framlag til Ladies Circle.

Landsstjórn 2019-2020 frá vinstri: Lísbet, Lilja, Hildur, Eygló, Guðbjörg og Eva.