Rokkurinn 2017- 2018

 

[siteorigin_widget class=”SiteOrigin_Widget_Image_Widget”][/siteorigin_widget]

LC 13 – Upplifun nýrrar konu

Áður en ég byrjaði í Ladies Circle hafði ég heyrt um félagsskapinn frá vinnufélögum. Mér fannst hann spennandi en vissi svo sem ekki hvort hægt væri að sækjast eftir inngöngu eða hvernig þetta færi allt saman fram. Það var svo eitt kvöld að ég fékk hringingu frá konu sem ég ekki þekkti en vissi hver var. Hún spurði hvort ég vildi ekki kíkja á inntökufund LC 13 í Grindavík, þar sem ég hafði verið tilnefnd í félagsskapinn af einni konu sem í honum væri. Mér fannst þetta mikill heiður og frekar spennandi, sá fyrir mér að þarna væri líka leið til að kynnast fleirum í Grindavík þar sem ég er aðflutt og…

Lesa meira

LC 14 – Jólagleði

Ár hvert í nóvember fyllist samfélagið af einstakri gleði, þessi gleði er jólagleði.
Gleði birtist í mörgum formum, er mismikil og ólík milli manna.
Flestir geta þó verið sammála um að þegar gleði er til staðar þá líður öllum vel.
Gleði smitast auðveldlega, sá sem býr yfir gleði deilir henni ómeðvitað frá sér út í samfélagið.
Í félagskap Ladies Circle hef ég upplifað mikla gleði og þá sérstaklega í kringum jólin.
Gleðin að gefa af sér, gleðin að njóta, gleðin að hlæja, gleðin í samveru og gleðin að vera til.
LC14 prófaði í fyrsta sinn að gera jól í skókassa og get ég sagt að það var…

Lesa meira…

LC7 – Vinahjarta

Við sjöurnar ákváðum að fara óhefðbundna leið í skrifum okkar í Rokkinn að þessu sinni. Þar sem þið getið lesið fundargerðirnar okkar og séð myndir frá fundum inn á samskiptasíðunni góðu þá langar okkur að segja ykkur frá vinahjartanu okkar.

Við skulum spóla aftur um 4 ár og heimsækja árið 2013. Í byrjun þess árs fengu…

Lesa meira…

[siteorigin_widget class=”SiteOrigin_Widget_Image_Widget”][/siteorigin_widget]

LC 1 – Hlátur, gleði og gaman!

Hlátur, gleði og gaman! Þetta er einfalda samantektin á því hver upplifunin var af ferðinni til Vestmannaeyja á fulltrúaráðsfundinn í október.  Það er hinsvegar staðreynd að þessi ferð nærði hjartað svo mun meira en það. Alls lögðu 7 konur úr LC 1 leið sína til Eyja og framundan var þó nokkurt ferðalag.  Sumar úr hópnum höfðu aldrei komið til Eyja og tilhlökkunin og eftirvæntingin var mikil. Það var ljóst upp úr hádeginu á föstudeginum að sökum veðurs yrði siglt frá Þorlákshöfn. Þangað var því stefnan tekin eftir flug suður seinnipartinn. Ég get ekki sagt að það hafi kallað fram sérstaka tilhlökkun að sigla frá  Þorlákshöfn enda undirrituð lítil sjóhetja og var það sama uppi á teningnum með fleiri í hópnum. Til að setja öryggi á oddinn var því fjárfest í sjóveikistöflum og kojum og komu hvoru tveggja aldeilis að góðum notum. Þegar komið var til Eyja eftir siglinguna…..

Lesa meira