Rokkurinn 2018-2019

Janúarfundur LC5 Húsavík.

Í vetur hefur motto LC5 við að huga að okkur sjálfum, bæði sem einstaklingum og hóp. Í janúar var yfirskrift fundarins fyrirlestur og fræðsla og voru það Anna Björg og Tinna Ósk sem sáu um fundinn.

Þegar klúbbsystur mættu á fundinn vissu þær bara um dagskrá fundarins sem fylgdi fundarboði en ekki hvað væri gert eftir að fundi væri slitið. Fyrirmælin voru þau að hvorki mætti drekka áfengi fyrir fund né á fundinum sjálfum, þær ættu að hafa með sér bók/blað og penna og 1000 kr.

Lesa meira

 

 

Ég hef alltaf verið forvitin, mamma talar ennþá um að eyrun á mér hafi stækkað þegar hún talaði við vinafólki sitt, alveg sama hvort þau væru að ræða stjórnmál, ferðalög eða íþróttir. Málið er ég hef alltaf getað tekið einhvern lærdóm af því sem ég heyri. Því var að algjör paradís fyrir mig að vera boðin á LC fund, þó svo að ég hafi ekkert vitað hvað beið mín. Mér var boðið og sagði ég já án þess að vita nokkuð. Ég vissi bara að það væru stundum fyrirlestrar og yfirleitt alltaf matur. Matur og lærdómur, hvernig gat ég sagt nei.

Lesa meira

 

 

Hildur heiti ég og er formaður hjá Lc 1 Akureyri og vil ég deila með ykkur minni reynslu af LC en mamma mín Kolbrún Stefánsdóttir er ein af stofnendum LC á íslandi og var formaður LC 1 og landsforseti LC 1999-2000

Þegar ég var að alast upp fannst mér alveg eðlilegt að opna heimilið okkar og færa mig úr herberginu mínu fyrir hinar ýmsu konur sem fengu að gista. Öðlaðist ég mikla þekkingu af hinum ýmsu aðstæðum út í heimi þegar þær komu inn á heimilið okkar. Við ferðuðumst til margra landa og gistum við þá líka inn á allskonar heimilium og alltaf mættum við einskærri gestrisni að hálfu þeirra sem við heimsóttum, þessi samtök gerðu okkur kleift að fara á fullt af stöðum og kynnast nýjum menningum. Það situr mér líka fast í minni þegar við fórum með mömmu og pökkuðum teppum sem voru send á stríðhrjásvæði fyrir jólin. Þegar allar konurnar hittust og við börnin fengum að koma með og hafa gaman saman.

Lesa meira