Rokkurinn – LC 14, jólagleði

Ár hvert í nóvember fyllist samfélagið af einstakri gleði, þessi gleði er jólagleði.
Gleði birtist í mörgum formum, er mismikil og ólík milli manna.
Flestir geta þó verið sammála um að þegar gleði er til staðar þá líður öllum vel.
Gleði smitast auðveldlega, sá sem býr yfir gleði deilir henni ómeðvitað frá sér út í samfélagið.
Í félagskap Ladies Circle hef ég upplifað mikla gleði og þá sérstaklega í kringum jólin.
Gleðin að gefa af sér, gleðin að njóta, gleðin að hlæja, gleðin í samveru og gleðin að vera til.
LC14 prófaði í fyrsta sinn að gera jól í skókassa og get ég sagt að það var yndisleg stund. Við hittumst nokkrar með börnum okkar. Við gerðum jólakassa, borðum piparkökur, drukkum heitt kakó og börnin máluðu piparkökur. Hvert sem litið var í hópinn mátti sjá bros á vör og mikla gleði.

Jólin eru oft erfiður tími hjá mörgum fjárhagslega. Einmitt þá er gott að gefa af sér og láta gott af sér leiða. Dæmi um góðverk í aðdraganda jólanna gætu verið jól í skókassa, gjöf undir tré til íslenskra barna, tiltekt í skápum til rauða krossinns o.fl.
Slíkum góðverkum fylgir mikil gleði í hjarta. Í krafti fjöldans þá getum við gert kraftaverk og hvert lítið góðverk skiptir máli.

Mikil gleði ríkir í hópnum á árlegum jólafundi LC14. Þessi fundur er almennt mjög vel sóttur og gleðin tekur öll völd. Við gefum gjafir, þyggjum, hlustum, lærum, hjálpum, njótum og gleðjumst. Þannig myndast sérstök jólagleði hjá okkur.
Ég trúi því að þetta sé gegnumgangandi í öllum LC klúbbum landsins, þar sem einkunnar orð okkar eru „vinátta og hjálpsemi“. Ef við lifum eftir þessum orðum fyllumst við af gleði sem smitar frá sér. Þannig sendum við gleði út í allt samfélagið okkar.

Ég vona innilega að allar mínar LC systur hafi notið jólanna með sínum nánustu og að jólagleðin hafi verið áberandi og rík þessi jólin.

 

Jólakveðja
Adda Björk Ólafsdóttir
Formaður LC14 í Fjarðabyggð.

Comments are closed.