Rokkurinn mars 2019 – LC 7

Mars mánuður leið framhjá á skothraða og nú situr maður með hvítt í annarri og rettu í hinni og hugsar hlýlega til þess að vorið er rétt handan við hornið. Auðvitað átti ég að vera löngu búin að skrifa um góðargerðarkvöldið sem við héldum í mars síðastliðnum en það fór nú eins og það fór, ég sagði jáhá tek þetta….var ekki fyrr gengin út af fundinum með stjórninni þegar ég var búin að gleyma þessu. Samt skrifaði ég miða til sjálfrar mín til að minna mig á að þetta væri ég nú búin að taka að mér og skyldi klára. Ooog ég er að sjálfsögðu búin að týna miðanum. Ég stundum á ekki séns. En þá er svo gott að eiga góða að í klúbbnum og formaður kom með vinsamlega ábendingu hvort ég væri ekki búin að skrifa niður smá sögu.

“ég held það nú” 🙂

Ár hvert er haldið góðgerðarkvöld hjá LC 7 og að þessu sinni var ákveðið að bjóða upp á gott góðgerðarkvöld í samráði við drengina í RT 5 hérna á Akureyrinni.

Undirbúningur var að mestu í höndum formanna klúbbanna þeirra Hildar Ben og Sigga Óla í 5unni. Kvöldið var haldið hátíðlegt 2.mars síðastliðinn í sal Rauða Krossins og mættu þeir sem gátu með eitthvað fyrir okkur hin til að bjóða í. Í stuttu máli var þetta snilldarkvöld, það var boðið upp á ógrynni af áfengi eins og vera ber á svona skemmtikveldi og svo var 2ja rétta dinner. Undirrituð náði að kveikja í hárinu á sér með hjálp hitalampa og skartar nú missíðu hári. Mér er sagt að ég líti bara vel út. En að kvöldinu….uppboðshaldarar héldu vel utan um uppboðið og keyrðu þetta áfram milli þess sem þau sögðu misgáfulegar sögur af sjálfum sér,þarna á ég við Sigga Óla við mikinn hlátur viðstaddra. Þarna var hægt að bjóða í málverk, ýmisskonar viðburði, allskonar mat og hluti til að gera okkur enn fallegri en við nú þegar erum, myndatökur, ferð til Grímseyjar og svo margt margt fleira. Þetta var hið skemmtilegasta kvöld, eftir að uppboðinu lauk skelltu menn sér á dansgólfið þar sem dansað var frameftir nóttu undir geggjuðu lagavali DJ Ella Geisla í RT 7.

Það safnaðist hin myndarlegasta upphæð og ákváðum við að styðja við bakið á litlum dreng sem er með sjúkdóm, Peter-plus syndrome og er hann eini Íslendingurinnsem hefur verið greindur hefur verið með þennan sjúkdóm hér á landi. Einungis 70 -80 tilfelli eru greind í heiminum í dag. Fjölskylda litla stráksins þarf að fara með hann í margar aðgerðir.m.a erlendis og vonandi kemur þetta að góðum notum fyrir þau.

 

 

Ég held að ég geti talað fyrir okkur öll sem tókum þátt í þessu góðgerðaruppboði að það tókst bara vel að sameina þetta með RT5 og var þetta í fyrsta skipti sem að framkvæmdin á þessu kvöldi er gert með þessum hætti. Manni líður líka bara eitthvað svo vel í hjartanu þegar maður gerir góðverk og veit að einhver þarna úti mun njóta góðs af því sem við gerðum.

 

Comments are closed.