Samantekt Aðalfundar

Sælar allar LC systur

Það var fjölmennt í húsi þegar yfir 70 konur komu saman á Aðalfund LC þann 3. maí síðast liðinn.

Fundurinn var að venju skemmtilegur og málefnalegur Hildur Bára Hjartardóttir landsforseti setti fundinn, Gyða Björk var fundarstjóri og Guðný Kamilla var ritari fundarins.

Farið var yfir veturinn hjá landsstjórn, í máli og myndum og fjárhagsuppgjör. Góðgerðamálin voru þrjú á síðasta vetri en í ár fer styrkurinn allur í erlenda LC Int. Verkefnið Children of the Dump.

Formenn klúbbanna lögðu fram skýrslu um sinn vetur í máli og myndum.  Eflaust fengu einhverjar konur góðar hugmyndir um fundi næsta vetur þegar þær hlýddu á aðra formenn.

Tillögur um lagabreytingar voru 18, 16 af þeim voru samþykktar en hafnað var hækkun á gjaldi sekta ef klúbbar mæta ekki á landsfundi. Málefnalegar umræður voru um þessa hækkun á fulltrúarráðsfundinum kvöldið áður og vonandi fáum við lagabreytingartillögu frá klúbbunm vegna þess liðar fyrir næsta aðalfund.

Ný stjórn var mynduð Steinunn Línbjörg og Sólveig hulda voru einar í framboði til gjaldkera og ritara og fengu því kosningu með lófaklappi.  Í embætti varalandsforseta voru 3 góðar konur í framboði, en sú sem valinn var til starfa næsta vetur er Hafdís Inga. 

Samþykkt var fram starf- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs og áhersla lögð á að undirbúa LC Ísland fyrir alþjóðafundinnn sem haldinn verður ágúst 2015 á Akuryeir.

Í landsstjórn veturinn 2014- 2015 verða því

Ester LC-3 landsforseti, Hafdís Inga LC-1 varalandsforseti, Sólveig Hulda LC-1 ritari, Steinunn línbjörg LC-7 gjaldkeri, Lilja Guðrún LC-8 vefstjóri og Hildur Bára fráfarandi landsforseti LC-6

Landsstjorn 2014-15

Hlakka til að starfa með ykkur næsta starfsár

kærleikskveðja  Ester Hjartardóttir
Landsforseti 14/15   – Fylgdu hjarta þínu.

 

Comments are closed.