Skilaboð frá ritara landsstjórnar – félagatal

Nú er komið að uppfærslu félagatalsins og hefur verið sendur póstur á alla ritara og þurfa þeir að skila inn breytingum í félagatal til ritara landsstjórnar í síðasta lagi 10. júní.

Það sem þarf að huga að er:

  1.  Taka út konur sem eru hættar,
  2. Fara yfir símanúmer, e-mail, starf, heimilisfang og hjúskaparstöðu og breyta ef þörf er á.
  3. Færa konur sem ganga upp, upp í aðalinn (nú verður sú nýbreytni að símanúmer og e-mail aðalskvenna eru tekin út úr félagatalinu)
  4. Uppfæra stjórn klúbbsins – sjáið hvað þarf efst í félagatali hjá hverju klúbbi.
  5. Ath. hvort standi hvernær klúbbur er stofnaður og ef ekki setja það inn ásamt fundardegi.
  6. Setja inn nýja starfsáætlun/dagskrá klúbbsins fyrir næsta starfsár.
  7. Minni einnig klúbba sem ekki eru með logo að senda þau inn og muna að LC 15 á nokkur flott logo sem þær selja í fjáröflun (lc15akureyri@gmail.com)

 

Að lokum þá má minna á auglýsingar í félagatalið – þær geta verið góð fjáröflun fyrir klúbbana.

Landsstjórn hefur sett þau viðmið að selja ½ síðu á 5000-10.000 kr. og heila síðu (11.5 x 16.5 cm) á 10.000-20.000 kr. en verðlagning er þó algjörlega í höndum hvers klúbbs (einnig er hægt að selja ¼ augl. og ¾ augl). Selji klúbbarnir auglýsingar umfram þessar tvær síður þarf að greiða auglýsingagjald til landsstjórnar.

Kveðja. Sólveig,

ritari landsstjórnar

Comments are closed.