Reglur ferðasjóðs

Ferðasjóður LCÍ

Reglur sjóðsins:

a.  Ferðasjóður LCÍ var stofnaður þann 13. október 2007. Stofnfé sjóðsins er ágóði LCÍ frá ráðstefnu samtakanna, AGM 2005, sem haldin var í Reykjavík. Stofnfé er kr. 887.000.
b.  Tryggja skal að sjóðsfé verði aldrei minna en kr. 1.000.000.-
c.   Viðhald sjóðsins er fjármagnað með árlegu happadrætti LCÍ á landsfundi.
d.  Landsforseti er í forsvari fyrir sjóðinn og fer með málefni hans.
e.  Árlega ákveður  landsstjórn upphæð sem ferðasjóður LCÍ úthlutar til virkra félagskvenna.
f.   Sjóðurinn veitir að jafnaði samtals 100.000 kr. í styrki árlega. Fjöldi úthlutana og upphæð styrkja fer eftir fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni.
g.  Ferðasjóðurinn er ætlaður til styrktar ferðalaga vegna þátttöku á aðalfundi Ladies Circle á alþjóða vettvangi, AGM, sem haldinn er árlega.
h.  Til að fá úthlutaðan styrk þurfa meðlimir að hafa starfað í tvö  ár frá vígslu í klúbbi.
i.   Umsóknarfrestur í sjóðinn er 1. apríl ár hvert. Umsókn skal senda til landsforseta.
j.   Greiðsla til styrkþega fer fram þegar ferðasögu, ásamt afriti af reikningi vegna flugs, er skilað inn til fráfarandi landsforseta. Skal þetta gert í síðasta lagi einum mánuði eftir heimkomu. Gert er ráð fyrir að ferðasaga birtist bæði á heimasíðu félagsins og í Rokknum. Sé ferðaskýrslu ekki skilað á tilsettum tíma fellur styrkur niður.
k.  Landsstjórn greiðir út styrk í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir að ráðstefnu lýkur.

Umsóknarblað um styrk má finna hér.