Upplýsingar frá landsstjórn

Á komandi alheimsþingi Ladies Circle sem haldið verður á Akureyri 20.-23. ágúst fer m.a. fram kosning í laus embætti alheimsstjórnar, kosið verður um staðsetningu þingins 2018 auk þess sem þrjú ný lönd sækja um aðild að samtökunum og margt fleira áhugavert. Alheimsstjórn sendir frá sér stóran upplýsingapakka fyrir landsforseta og þá sem sitja fundina. Hér að neðan má sjá upplýsingar varðandi framboð og næstu fundi.

Eftirfarandi konur eru í framboði til embætta í alheimsstjórn:

 • Vara alheimsforseti:
  • Anne Ahlefelt, LC Finland
  • Gry Haugen, LC Danmörk
 • Gjaldkeri:
  • Sirli Rooma, LC Eistland
 • Vefstýra:
  • Hildur Halldórsdóttir LC Ísland

Í ár eru tvö lönd sem sækja um aðild að samtökunum:

 • Bandaríkin
 • Kenya

Zimbabwe verður tekið formlega inn í samtökin á ráðstefnunni.

Næstu alheimsþing:

 • 2016 – Cape Town í Suður-Afríku, 24.-28. ágúst
 • 2017 – Sönderborg í Danmörku, 23.-27. ágúst
 • 2018 – Kosið verður um staðsetningu á þinginu hér í ágúst. Í gögnunum frá alheimsstjórn hafði eitt land sent inn umsókn og var það Botswana.

Miðsvetrarfundir (MTM) eru einnig haldnir árlega í byrjun hvers árs. Annaðhvert ár eru haldnir tveir fundir og hitt árið fjórir fundir.

Á næsta ári (2016) eru fundirnir í Leuven í Belgíu, 29.-31. janúar og á Mauritíus, 5.-7. febrúar.

Tvær þjóðir hafa sótt um miðsvetrarfundina 2018, Ítalía fyrir Suður-Evrópu svæðið og Zimbabwe fyrir Afríku svæðið. Engar umsóknir hafa borist fyrir Norður-Evrópu svæðið eða Mið-Evrópu svæðið.

 

Comments are closed.